Umhverfis- og skipulagsnefnd, 7. október 2019
Fundargerð
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 7.okt. 2019, kl. 17:00 í Hnyðju að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Ágúst Helgi Sigurðsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson byggingafulltrúi og ritaði hann einnig fundargerð.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Kirkjuból í Langadal- umsókn um lóð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að erindið verði samþykkt af sveitastjórn.
2. Kálfanes, framkvæmdir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum sem innihalda málsettar teikningar og staðsetningu rotþróar.
3. Nauteyri, gestahús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum sem innihalda staðsetningu og málsettar teikningar.
4. Skeljavík lóð 7, breyting á skráningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að húsið á lóð 7 uppfylli skilyrði íbúðarhúsnæðis. Erindinu vísað til sveitastjórnar.
5. Önnur mál
a) Brekkusel, stöðuleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitastjórn veiti stöðuleyfi til eins árs en bendir á að geymslusvæði fyrir gáma sé þegar til staðar í Réttarvík.
b) Fjárhagsáætlun á sviði nefndarinnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að formaður nefndarinnar leggi fram lista á næsta fundi af verkefnum sem heyra undir nefndina.
c) Lækjartún, grenndarkynning.
Ekki komu neinar athugasemdir fram í grenndarkynningu vegna fyrirhugaðar framkvæmdar í Lækjartúni 9. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitastjórn samþykki stækkun lóðar og byggingareits.
Fundi slitið kl 18:30.