Umhverfis- og skipulagsnefnd, 8. ágúst 2020
Fundargerð
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 10 ágúst 2020, kl. 17:00 í Hnyðju.
Fundinn sátu: Jóhann Björn Arngrímsson, Röfn Friðriksdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson, Júlía Ágústdóttir og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann einnig fundargerð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Umsókn frá Strandagaldri fyrir staðsetningu á skúlptúr.
Góðan dag, Fyrir hönd Strandagaldurs ses sæki ég hér með um leyfi til sveitarfélagsins Strandabyggðar, til að setja niður skúlptúr eða minnisvarða á túninu framan við Galdrasýningu á Ströndum, í tengslum við 20 ára afmæli sýningarinnar á þessu ári (sjá nánar staðsetningu á meðfylgjandi loftmynd). Skúlptúrinn yrði jafnframt sá fyrsti í skúlptúraslóð sem Arne Rawe hefur unnið að (m.a. í samráði við sveitarfélagið) og gönguleið eða skúlptúraslóð sem hann hyggst koma upp með sjónum inn fyrir þorpið. Útilistaverkið myndi þá í framtíðinni marka upphaf þeirrar göngu sem yrði þá kynnt og tengd við Galdrasýninguna sem upphafsreit.
Hugmyndin er að setja skúlptúrinn niður núna í ágúst ef leyfi fæst. Listamaðurinn er Arngrímur Sigurðsson og hefur þegar verið samið við hann um gerð skúlptúrsins. Meðfylgjandi er skissa af skúlptúrnum sjálfum, en þarna er fígúra í mannsmynd úr hvalbeini og rekaviði (eða furu eftir því hvort rekaviðurinn hentar sem efniviður). Rúnir eru grafnar í kápu mannsmyndarinnar, en höfuð og hendur eru úr hvalbeini. Hann stendur við blágrýtisstein sem hefur verið sagað ofan af og þar á hvílir galdraskræða úr marmara. Blágrýtið er táknmynd alþýðufræða og kukls alþýðu, en marmarinn evrópskra áhrifa og alþjóðatengingar. Hugmyndin gerir ráð fyrir að hugsanlega verði bætt við tveimur mannsmyndum sem standi við hlið galdramannsins í framtíðinni, þannig að þar séu þeir þrír saman, táknmyndir galdramannanna sem brenndir voru í Trékyllisvík 1654.
Með bestu kveðju, Jón Jónsson þjóðfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldurs..
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að erindið sé samþykkt og göngustígur verði lagður að listaverkinu.
2. Niðurrif útihúsa á Hrófá. sjá hjálagt erindi.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja erindið en taka skal tillit til friðlýstra minja í nágrenni húsanna.
3. Hraðfrystihúsið Gunnvör – umsókn um byggingarleyfi á Nauteyri.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja erindið gegn því að fullnægjandi gögnum sé skilað til byggingarfulltrúa áður en verk hefst.
Fundi slitið kl. 17:25