A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 8. júlí 2021

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 8. júlí 2021, kl. 17:00 í Hnyðju á Hólmavík.

Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson, Jóhann Björn Arngrímsson boðaði forföll og í hans stað sat Atli Már Atlason fundinn. Unnur Viðarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs boðaði einnig forföll. Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Örn Svavarsson, Hrófá – Umsókn um byggingaráform.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt gegn því að fullnægjandi gögnum verði skilað inn til byggingarfulltrúa.

2. Harpa Harðardóttir, Broddanes lóð – Umsókn, útsögun fyrir glugga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við að erindið verði samþykkt.

3. Valgeir Kristjánsson, Kópnesbraut 7 - Umsókn um niðurrif & umsókn um byggingarleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt gegn því að fullnægjandi gögnum verði skilað inn til byggingarfulltrúa.

4. Salbjörg Engilbertsdóttir & Sverrir Guðbrandsson, Víkurtúni 2 – Umsókn, útsögun fyrir hurð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

5. Hafdís Gunnarsdóttir & Hjörtur Númason, Hafnarbraut 16, - Breytt útlit.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

6. Gámaþjónustan, Kálfaneslandi – Umsókn um byggingarleyfi
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur áherslu á góða umgengni og lóðarmörk verði virt.

7. Önnur mál.
a. Guðjón Oddson óskar eftir stofnun lóðar að Þorpum undir íbúðarhús og skemmu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

b. J.J. Mínguez Sánchez – Listaverk á Hólmadrangshúsi
Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar erindinu, og beinir því til sveitastjórnar að erindið verði samþykkt að því leiti sem snýr að sveitarfélaginu.

c. Haraldur Vignir Jónsson – Stofnun tveggja lóða að Innra Ósi
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu.

d. Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að hafa í huga, við endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar að
Kálfanesborgir verði hugsanlega frístundahúsalóðir.

Fundi slitið kl: 18:32

Jón Gísli Jónsson formaður 
Hafdís Sturlaugsdóttir 
Ragnheiður Gunnarsdóttir 
Ágúst Helgi Sigurðsson 
Atli Már Atlason 
Grettir Örn Ásmundsson 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón