Umhverfis- og skipulagsnefnd 8. mars 2012
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Hafnargata 14.
Borist hefur erindi frá Hlökk ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að gera breytingu á áður samþykktu erindi vegna endurbóta á Hafnargötu 14. Breytingin felur í sér að þak og veggir beggja húsanna verði klæddir með Yleiningum. Einnig er óskað eftir leyfi til að bæta við glugga hægra megin við gönguhurð á norðaustur hlið hússins.
Erindið samþykkt.
2. Bjarnveig ehf.
Tekið fyrir að nýju umsókn Bjarnveigar ehf. sem kynnt var á síðasta fundi nefndarinnar. Sótt er um lóð fyrir geymslu- og safnahús á uppfyllingunni við höfnina, við hlið hússins að Fiskislóð 1, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að endurskoða deiliskipulag svæðisins við Skjaldbökuslóð þar sem núverandi deiliskipulag fellur ekki að nýju aðalskipulagi. Afgreiðslu erindis Bjarnveigar ehf. er frestað þar til nýtt deiliskipulag liggur fyrir. Jafnframt óskar nefndin eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um hvernig uppbyggingu og starfrækslu safnsins verði háttað.
3. Skipulag gróðursvæða á Hólmavík.
Sveitarstjóri óskar eftir að Umhverfis- og skipulagsnefnd fjalli um hvort og þá hvaða svæði ætti að útfæra til gróðuruppbyggingar fyrir sumarið 2012 af þeim Guðmundi Vigni Þórðarsyni og Drífu Hrólfsdóttir höfundum skýrslu um drög að skipulagi á gróðursvæðum á Hólmavík. Jafnframt verði unnið umhirðuplan varðandi umhverfið á Hólmavík sem Vinnuskólinn (og jafnvel Áhaldahúsið að einhverju leyti) getur sinnt sumarið 2012.
Nefndin leggur til að byrjað verði að skipuleggja gróðursvæði neðan vitans og þar á eftir svæði meðfram Hafnarbraut og Höfðagötu.
Varðandi umhirðuplan beinir nefndin því til sveitarstjórnar að það verði unnið og telur æskilegt að byrjað verði að fjarlægja lúpínu og njóla meðfram aðalgötunni inn í bæinn.
4. Borgir, skógur og lúpína.
Erindi Hafdísar Sturlaugsdóttur varðandi plöntun á birki og víðikjarri í Borgirnar ofan við Skólabrautina og grunnskólann og heftingu á útbreiðslu lúpínu á sama svæði.
Hafdís Sturlaugsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
Nefndin tekur vel í erindið og beinir því til sveitarstjórnar að leita samráðs við Skógræktarfélagið þar sem svæðið sem um er talað í erindinu gæti skarast á við það svæði sem Skógræktarfélagið hefur til umráða.
5. Erindi sem afgreidd hafa verið af byggingarfulltrúa.
Byggingarfulltrúi hefur afgreitt eftirtalin erindi frá síðasta fundi nefndarinnar.
a) Beiðni frá Björgunarsveitinni Dagrenningu um heimild til að setja gönguhurð á
vesturhlið vélageymslu félagsins við Höfðagötu 9.
b) Ósk um stofnun tveggja lóða fyrir sumarhús í landi Kálfaness 2.
Erindin kynnt.
6. Önnur mál
a) Útboð á Slætti og umhirðu gróðursvæða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd er fylgjandi því að farið verði í útboð á slætti og umhirðu gróðursvæða.
b) Lausar lóðir í sveitarfélaginu.
Nefndin samþykkir að þær einbýlishúsa-, parhúsa- og sumarhúsalóðir sem lausar eru verði auglýstar. Einnig leggur nefndin til að farið verði í að deiliskipuleggja ný svæði fyrir íbúðarhús t.d. í Brandskjólum og sumarhús t.d. í Skeljavík.
c) Lóð fyrir íbúðarhúsið að Víðidalsá.
Lagt fram lóðarblað fyrir íbúðarhúsið að Víðidalsá þar sem geymsluhúsið er innan lóðarinnar.
Nefndin staðfestir lóðarblaðið.
d) Hesthúsahverfi.
Fram kom fyrirspurn um hvar gert sé ráð fyrir hesthúsahverfi í nýju aðalskipulagi.
Byggingafulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.
Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Dagrún Magnúsdóttir
Valgeir Örn Kristjánsson