Umhverfis- og skipulagsnefnd fundur 12. desember 2022
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 12 desember 2022, kl. 17:09 í Hnyðju, Höfðagötu 3, á Hólmavík.
Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Þröstur Áskelsson, Atli Már Atlason, Valgeir Örn Kristjánsson og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann fundargerð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands – Þjóðfræðingurinn Jón Jónsson kynnir „Verndarsvæði í byggð“ verkefni sem verið er að vinna fyrir Strandabyggð. Umhverfis og skipulagsnefnd þakkar Jóni fyrir kynningu verkefnisins og samþykkir að framlengja framlögðu minnisblaði til sveitarstjórnar og leggur til við sveitarstjórn að verkefninu verði haldið áfram og sótt verði um frest á verklokum til Minjastofnunar.
2. Þorsteinn Sigfússon – Umsókn um breytta notkun í íbúðarhúsnæði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að byggingarfulltrúa falið að ganga úr skugga hvort húsnæðið standist byggingarreglugerð sem íbúðarhúsnæði og að þeirri athugun lokinni, er lagt til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Þorsteins Sigfússonar dagsetta 19 nóvember 2022 um breytta notkun úr geymslu yfir í íbúðarhúsnæði.
3. Umsagnir og athugasemdir vegna framkvæmdaleyfis fyrir borholum að Nauteyri.
Umhverfis og skipulagsnefnd hefur ekki borist endurnýjuð umsókn frá Háafelli dagsett 17 október 2022, og getur því ekki tekið afstöðu til erindisins og vísar erindinu til sveitarstjórnar.
4. Göngustígur út á grundir, val um leið.
a. Úr fundargerð US frá júní 2022: „ Rætt var um tvær leiðir, önnur frá botni Lækjartúns að brú að Hvítá meðfram vegi. Hin frá botni Lækjartúns niður með Lækjartúni yfir Kálfaneslæk meðfram sjónum að Hvítá „
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að efri leiðin verði valin það er frá botni Lækjartúns að brú að Hvítá og meðfram vegi. Ástæða þess er fjárhagslegs eðlis en nefndin útilokar ekki aðra kosti.
5. Rán sjóíþrótta félag - ósk um aðstöðu.
Umhverfis og skipulagsnefnd fagnar erindinu og tekur því með jákvæðum huga, nefndin ræddi málið án endanlegrar niðurstöðu.
6. Eggert Kristjánsson – Ósk um iðnaðarlóð.
Umhverfis og skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið og felur byggingarfulltrúa að ræða við hlutaðeigandi.
7. Önnur mál.
a. Lagt fram minnisblað um eflingu og bætt fyrirkomulag skipulagsmála hjá Dalabyggð, Strandabyggð, Reykhólahreppi, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi. Umhverfis og skipulagsnefnd tekur vel í erindið og fagnar tillögu að bættu fyrirkomulagi og aukinni samvinnu.