A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundur 5.12.2024

Fundargerð

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 5. desember kl.17:00 í ráðhúsinu að Hafnarbraut 25 á Hólmavík. Fundinn sátu: Matthías Lýðsson formaður, Guðrún Þorvaldsdóttir, Börkur Vilhjálmsson og Valgeir Örn Kristjánsson. Matthías Lýðsson ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kvíslatunguvirkjun, deiliskipulag
2. Önnur mál


1. Kvíslatunguvirkjun – deiliskipulagstillaga

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Kvíslatunguvirkjunar, sbr. erindi Gunnars Páls Eydal 29. nóvember 2024, fh. Orkubús Vestfjarða, þar sem þess er óskað að tillagan verði auglýst.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 9,9 MW vatnsorkuvers, Kvíslatunguvirkjun, í Selárdal í Strandabyggð. Megin stöðvarhús virkjunarinnar verður í Selárdal og inntakslón, miðlunarlón og veituskurðir á heiðinni, norðan við Þjóðbrókargil. Framleidd orka verður flutt um 33 kV jarðstreng að tengivirki Orkubús Vestfjarða við Stakkanes fyrir botni Steingrímsfjarðar.

Tímabundnar vinnubúðir verða settar upp á framkvæmdatímanum vestan Selár á móts við Kópstaðagil með aðstöðu fyrir allt að 60 manns og vélageymslu og verkstæði. Innan eins árs frá lokum framkvæmda skal taka byggingarnar niður og ganga frá vinnubúðasvæðinu þannig að það falli vel að landslaginu og gróðurfari.

Deiliskipulagstillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu og á níu deiliskipulagsuppdráttum. Öll gögnin eru dags. 29. nóvember 2024.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagstillagan verði auglýst samtímis tillögu að endurskoðun Aðalskipulags Strandabyggðar 2021-2033.

2. Önnur mál

Engin önnur mál

 

Fleira ekki fyrirtekið, fundargerð lesin yfir og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.23

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón