Umhverfis- og skipulagsnefnd fundur 5. janúar 2023
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 5. janúar 2023, kl. 17:10 í Hnyðju, Höfðagötu 3, á Hólmavík.
Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Þröstur Áskelsson, Atli Már Atlason, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Arwa Alfadhli skipulagsfulltrúi í fjarfundarbúnaði og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann fundargerð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1.a Nauteyri – Lögð er fram umsókn Háafells ehf. dags. 09. júní 2022 um framkvæmdaleyfi vegna borunar á vinnsluholum eftir heitu vatni við Nauteyri.
Til stendur að bora tvær nýjar vinnsluholur og tvær rannsóknarholur við Nauteyri vegna
stækkunar á fiskeldi Háafells ehf. Íslenskar Orkurannsóknir (ISOR) hefur framkvæmt
rannsóknir á svæðinu byggðar á holum sem boraðar hafa verið á svæðinu.
Í athugasemd Umhverfisstofnunnar dags. 10 nóvember 2022 er bent á að upplýsingar um tiltekt á sviðinu ef borholur reynast ónothæfar vantar.
Í athugasemd Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. 15. nóvember 2022 er minnt á eftirfarandi:
- tillögur stofnunarinnar um verndarsvæði fyrir landsel í Ísafjarðardjúpi
- vegur að rannsóknarholu 2 liggur um skráð vatnsverndarsvæði
- Plantan Naðurtunga er á válista og finnst á fyrirhuguðu borsvæði rannsóknarholu 1 og mikilvægt að framkvæmdir verði ekki á svæðum þar sem naðurtungu er að finna.
- Æskilegt að borplön og vegur að vinnsluholu B raski gróðri sem minnst.
- Bæði kjarrskógavist og starungsmýravist eru vistgerðir með hátt verndargildi.
- Jarðhiti er á yfirborði, bæði niður við Hafdalsá og í mýri þar fyrir sunnan. Æskilegt að henni verði ekki raskað
- Fálkaóðal er þekkt við Hafnardalsá og skal hafa samráð við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun sé það í ábúð.
- Engin gögn um jarðhitakerfið fylgdu umsókn og ekki hægt að meta hvort fyrirhuguð nýting hafi áhrif á það kerfi.
- Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda munu hafa töluverð neikvæð áhrif á nánasta umhverfi.
- Áhrif af borun vinnsluholu og rannsóknarholu 1 mun hafa óveruleg áhrif á nánasta umhverfi.
Í athugasemdum frá Orkubúi Vestfjarða dags. 11. nóvember 2022 ítrekar eftirfarandi:
- Ov telur nauðsynlegt að framkvæmdaraðili gangi í samning við OV um nýtingu jarðhita í samræmi við viljayfirlýsingu í bréfi frá 21. júlí 2022
- OV gerir ráð fyrir að rukka auðlindagjald sem byggir á föstu gjaldi og afgjaldi af rúmmetragjaldi sem miðast við hæsta topp á ákveðnum tíma.
- Framkvæmdaaðili geri afkastamælingu á svæðinu.
- Það er jafnframt ósk Orkubúsins að sveitafélagið Strandabyggð árétti við framkvæmdaaðila að sveitafélagið hafi ekki verið eigandi jarðhitaréttindanna á þeim tíma er það seldi jörðina Nauteyri, eins og skýrt kemur fram í bréfi sveitafélagsins til Orkubús Vestfjarða dags. 22. febrúar 2008.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsnefndar fái frekari upplýsingar og nákvæmari gögn frá framkvæmdaraðila og frestar því afgreiðslu málsins.
1.b Við fimm ehf – umsókn um lóð á enda Kópnesbrautar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur formanni umhverfis- og skipulagsnefndar ásamt skipulagsfulltrúa að skoða málið nánar og fá frekari upplýsingar hjá umsækjanda.
2. Þorsteinn Sigfússon – Umsókn um breytt heiti af eign sinni á Víðidalsá útihús yfir í nýtt heiti: Sólvellir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi Þorsteins Sigfússonar.
3. Erindi frá Óskari Halldórssyni varðandi göngustíg frá Borgabraut yfir á Vitabraut.
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið og beinir því til sveitarstjórnar að skoða málið, hvort og hvernig hægt sé að fjármagna verkefnið.
4. Umsókn frá Orkubúi Vestfjarða fyrir olíutanki á Skeiði Hólmavík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið gegn tilskyldum leyfum frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, brunavörnum Dala Reykhóla og Stranda, umhverfisstofnum og öðrum sem eiga í hlutt.
Fundi slitið kl 18:51
Matthías Sævar Lýðsson (sign)
Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir (sign)
Þröstur Áskelsson (sign)
Atli Már Atlason (sign)
Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir (sign)
Grettir Örn Ásmundsson (sign)
Arwa Alfadhli