Umhverfis- og skipulagsnefnd fundur 7. febrúar 2022
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 7 febrúar 2022, kl. 18:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, á Hólmavík. Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir. Hafdís Sturlaugsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skúlptúraslóð á Hólmavík, umsækjandi er listar- og menningarfélagið Arnkatla
Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar erindinu og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um samþykki annarra landeigenda.
Samþykkt samhljóða.
2. Umsókn um stofnun lóðar að Stakkanesi, umsækjandi er Orkubú Vestfjarða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
3. Grenndarkynning varðandi byggingarleyfi að Miðtúni 9 á Hólmavík.
Grenndarkynningu vegna byggingarleyfis við Miðtún 9 er lokið. Ekki bárust athugasemdir við byggingarleyfið
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
Samþykkt samhljóða.
4. Önnur mál.
(a) Erindi frá Guðfinnu L. Hávarðardóttur um breytingar á gluggum og klæðingu á íbúðarhúsi.
Ágúst Helgi Sigurðsson víkur af fundi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Ágúst Helgi kemur aftur á fundinn.
Fundi slitið kl. 18:40
Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir
Ágúst Helgi Sigurðsson
Jóhann Björn Arngrímsson