A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd fundur 7.október 2022

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 6 október 2022, kl. 17:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, á Hólmavík.

Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Þröstur Áskelsson, Atli Már Atlason, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann fundargerð.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:


1. Umsókn um breytta notkun á fasteign í Hafnardal, Þórdís Bjarnadóttir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja erindið og fela byggingafulltrúa að afgreiða málið.


2. Umsókn um niðurrif veiðihúss í Langadal, Stangveiðifélag Ísfirðinga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.


3. Umsókn um niðurrif gamals húsagrunns í Kálfanesi, Atli Már og Ragnheiður Harpa.
Undir þessum lið vék Atli Már Atlason af fundinum. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Atli Már snýr aftur á fundinn.


4. Umsókn um byggingarleyfi á Heydalsá 2, Guðjón Heiðar Sigurgeirsson.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og tekur fram að grenndarkynning hefur þegar farið fram og aðrir ábúendur á Heydalsá ekki gert athugasemdir við fyrirhugaðri framkvæmd og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

5. Umsókn um stofnun lóðar að Ármúla 2 lóð 1, í 3 lóðir. Jóhann Alexandersson og Sigurrós Sigurðardóttir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sé það í samræmi við skipulagslög.


6. Umsókn um stofnun lóðar að Ármúla 2 lóð 2, í 4 lóðir. Gísli Jón Kristjánsson
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sé það í samræmi við skipulagslög.


7. Umsókn um að koma upp veðurskýli, Galdur Brugghús, Finnur Ólafsson
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.


8. Gjaldskrá Strandabyggðar
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu um uppfærða gjaldskrá.


9. Beiðni að koma upp 1 rafhleðslustöð fyrir 4 ökutæki á Hólmavík. Tesla á Íslandi
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að skoða aðra staðsetningu t.d. gegnt bensíndælum N1 á Jakobínutúni


10. Önnur mál.
a. Unnið er að aðalskipulagsgerð í Strandabyggð. Nefndarformaður og skipulags
fulltrúi munu senda nefndarmönnum í umhverfis- og skipulagsnefnd vinnugögn í skipulagsgerð til skoðunar og umsagnar. Þegar aðalskipulagstillögurnar liggja fyrir, verða þær teknar til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

b. Umræður sköpuðust um gámana á tanganum. Umhverfis- og skipulagsnefnd vill leggja áherslu að gámar sem engin starfsemi er í, verði fjarlægðir fyrir næsta sumar.

c. Umhverfis- og skipulagsnefnd vill minna á að snyrtilegt eigi að vera á hafnarsvæðinu samkvæmt skilmálum í greinargerð óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Strandabyggðar frá 2018.

 

Fundi slitið kl 19:15

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón