Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundur 9.1.2025
Fundargerð
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 9. Janúar 2025, kl. 17:00. Að Hafnarbraut 25, á Hólmavík.
Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Atli Már Atlason, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Börkur Vilhjálmsson og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi sem ritar fundargerð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1.Jakobínutún deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Jakobínutúns, dags. 7. janúar 2025. Tillagan tekur til hluta miðsvæði (M2) og aðliggjandi opnu svæði (OP4) í tillögu að heildarendurskoðun Aðalskipulags Strandabyggðar 2021‐2033 sem er í kynningu fram til 14. febrúar 2025.
Meginmarkmið deiliskipulagsins er að uppfylla þörf fyrir miðsvæði að fjölbreyttri gerð. Í dag er til staðar íþróttahús, sundlaug, félagsheimili, verslun og tjaldsvæði en ráðgert er að auka þjónustu á svæðinu m.a. með því að byggja hótel sem er í góðum tengslum við sundlaug, félagsheimili, tjaldsvæði og hægt verði að samnýta bílastæði og aðra þjónustu. Svigrúm er einnig fyrir breytingar á núverandi húsnæði og nýbyggingum, sem falla að nýtingu svæðisins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Jakobínutúns sbr. 1.mgr. 41 gr. skipulagslaga 123/2010.
2. Gönguleiðir í grennd við Hólmavík
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar Jóni Jónssyni kærlega fyrir greinargóða samantekt. Skýrslan verður öllum aðgengileg á vef Strandabyggðar.
3. Deiliskipulag íbúabyggðar í Brandskjólum
Umhverfis- og skipulagsnefnd ítrekar samþykkt sína frá 7. nóvember 2024 um að auglýsa tillögu af deiliskipulagi Brandskjóla.
Önnur mál.
Fundi slitið kl 18:10