Umhverfis-og skipulagsnefnd 7. september 2023
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 7. september 2023, kl. 17:00, Hafnarbraut 25, á Hólmavík. Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Þröstur Áskelsson, Atli Már Atlason, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi sem ritar fundargerð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Frisbýgolfvöllur – erindi frá HSS (Héraðsamband Strandamanna) og TÍM nefnd (Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd).
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kærlega fyrir erindið og leggur til að óskað verði eftir tillögum frá íbúum varðandi staðsetningu folfvallar í Strandabyggð.
2. Erindi frá íbúum Kópnesbrautar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela byggingarfulltrúa ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins að meta umfang endurbóta á Kópnesbrautinni, þannig að hægt sé að kostnaðarmeta framkvæmdina.
3. Umsókn um byggingarleyfi á Nauteyri fyrir spennistöð – Umsækjandi er Orkubú Vestfjarða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina þegar deiliskipulagið tekur gildi.
4. Deiliskipulag í Skeljavík.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Skeljavík.
Tillagan felst í að afmarka 6 nýjar frístundalóðir og setja skilmála um byggingar og mannvirkjagerð. Deiliskipulagssvæðið tekur til hluta svæðis sem skilgreint er fyrir frístundabyggð við Skeljavík (F2) sbr. Aðalskipulag Strandabyggðar 2010-2022.
Fallið er frá gerð skipulagslýsingar þar sem meginforsendur um uppbyggingu frístundabyggðarinnar liggja fyrir í aðalskipulagi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Skeljavík verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða aðra kosti fyrir staðsetningu sumarhúsabyggðar í vinnunni við endurskoðun aðalskipulags. Til dæmis með sjónum í Skeljavík, Réttarvík og í námunda við vatnstankinn í Borgunum.
5. Óleyfilegur rekstur í ferðaþjónustu í Strandabyggð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn láti kanna hvort tilskilin leyfi séu fyrir hendi í rekstri í ferðaþjónustu í Strandabyggð.
6. Losun malbiks í fjöru á Furuvöllum Hólmavík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd er ánægð með lagningu malbiks á Hólmavík. Formaður umhverfis og skipulagsnefndar gerði grein fyrir óhappi er varð við verklok malbiks framkvæmda og lyktir málsins.
7. Galdur Brugghús, umsókn um rekstrarleyfi til að reka krá.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið að því tilskildu að allir umsagnaraðilar samþykki umsóknina.
8. Önnur mál.
a. Auglýsingaskilti í Strandabyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til þeirra aðila sem auglýsa sína þjónustu með skiltum og plakötum á opinberum vettvangi að kynna sér Skiltareglur Strandabyggðar á heimasíðu sveitarfélagsins. http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/1974/
b. Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til íbúa Hólmavíkur að trjágróður á lóðum hamli ekki umferð gangandi vegfarenda.
Fundi slitið kl 18:51