A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis og skipulagsnefnd - 8. janúar 2015

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  fimmtudaginn

8. janúar  2015,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Már  Ólafsson, Valgeir Örn Kristjánsson, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 

1.         Frummatsskýrsla vegna framleiðslu á regnbogasilungi og þorski.

Erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 17. Nóvember s.l. þar sem óskað er umsagnar á frummatsskýrslu um framleiðslu á 6800 tonnum af regnboga-silungi og 200 tonnum af þorski sem Hraðfrystihúsið-Gunnvör hefur tilkynnt til athugunar stofnunarinnar.

Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 22. grein reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að í frummatsskýrslunni sé á fullnægjandi hátt gerð grein fyrir þeim atriðum sem getið er um í  22. grein reglugerðar

nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

 

 

  1. Önnur mál.

a)      Brattagata 4

Fyrirspurn frá Gunnlaugi Bjarnasyni Bröttugötu 4  þess efnis hvort til greina komi að stækka lóð hans til norðurs vegna hugsanlegrar stækkunar á bílgeymslu.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í stækkun lóðarinnar en óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða stækkun á bílgeymslunni.

                       

 

 

 

Jón Gísli Jónsson

Valgeir Örn Kristjánsson

Már Ólafsson

Jóhann Björn Arngrímsson

Hrafnhildur Þorsteinsdóttir

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón