A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis og skipulagsnefnd - 8.október 2018

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 8. október 2018, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Jónsson, Hafdís Gunnarsdóttir, , Hafdís Sturlaugsdóttir, Atli Már Atlason varamaður, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri, Ásta Þórisdóttir sem var í fjarfundi og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Höfðatún 2
Erindi frá N1 hf., undirritað af Val Indriða Örnólfssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp 5,9 m2 tæknirými fyrir búnað og lagnir tilheyrandi eldsneytisafgreiðslu fyrirtækisins við Höfðatún 2. Einnig er sótt um leyfi til að rífa söluskálann sem stendur á lóðinni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd fellst ekki á þá staðsetningu tæknirýmis sem fram kemur á uppdrætti sem fylgir umsókninni og telur heppilegra að staðsetja það við austurhlið þvottaplansins. Samþykkt er að heimila niðurrif söluskálans.


2. Langadalsá
Erindi frá Hafrannsóknarstofnun, undirritað af Guðna Guðbergssyni, þar sem óskað er eftir byggingarleyfi vegna fyrirstöðuþreps í Langadalsá. Tilgangur mannvirkisins er að gera mögulegt að koma fyrir fiskteljara með myndavél til talninga og greininga á göngufiski í ánni.

Erindið samþykkt enda liggi samþykki Fiskistofu fyrir áður en framkvæmdir hefjast.


3. Breiðablik
Lagt fram bréf frá Adrian Frey og Stefáni Óla eigendum jarðarinnar Breiðabliks í Hraundal. Í bréfinu lýsa þeir áformum sínum um uppbyggingu á jörðinni sem m.a. felast í að leggja vegslóða að jörðinni, reisa hús í anda gamla bæjarhússins og hefja skógrækt.

Erindið kynnt, byggingarfulltrúa falið að ræða við landeigendur.


4. Hafnarbraut 17
Grenndarkynningu vegna samþykktar umhverfis- og skipulagsnefndar, á fundi þann 13. ágúst sl., að heimila breytingu á notkun Hafnarbrautar 17 þannig að hluti þess verði nýttur fyrir minna gistiheimili er lokið. Engar athugasemdir bárust við samþykktinni innan tilskilins athugasemdafrests.

Byggingarfulltrúa falið að breyta skáningu hússins í fasteignaskrá og gefa jákvæða umsögn til sýslumanns varðandi rekstrarleyfi fyrir minna gistiheimili.


5. Kópnesbraut 6
Lagðar fram teikningar sem sýna útlit nýrra glugga í íbúðarhúsi við Kópnesbraut 6 samanber afgreiðslu á erindi húseiganda á fundi nefndarinnar 29. ágúst sl.

Nefndin gerir ekki athugasemd við útlit glugganna.


6. Fiskislóð 1
Kynntur leiðréttur uppdráttur fyrir óverulega breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar, vegna Fiskislóðar 1, í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar.

Uppdrátturinn kynntur. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa breytinguna að nýju á heimasíðu sveitarfélagsins.


7. Brunngata 1
Erindi frá Hafdísi Gunnarsdóttir þar sem hún óskar eftir heimild til að skipta um glugga á íbúðarhúsinu að Brunngötu 1.

Hafdís Gunnarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Erindið samþykkt.


8. Önnur mál
a) Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.
Jón Jónsson leggur fram tillögu þar sem því er beint til sveitarstjórnar að sótt verði í sjóðinn vegna Ferðamannastaðarins Hólmavík. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum rennur út þann 28. október nk.

Tillagan samþykkt.

b) Fundartími.
Nefndin telur æskilegt að miða við fastan fundartíma t.d. fyrsta mánudag hvers mánaðar. Jafnframt að fundargögn berist fyrr en verið hefur.

 

Jón Jónsson
Hafdís Gunnarsdóttir
Ásta Þórisdóttir
Hafdís Sturlaugsdóttir
Atli Már Atlason
Júlíana Steinunn Sverrisdóttir
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón