Umhverfisnefnd - 12. mars 2009
Fundur í Umhverfisnefnd Strandabyggðar, 12. mars 2009. Mættir voru Lýður Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Eysteinn Gunnarsson, Jón Gísli Jónsson og Jóhann Áskell Gunnarsson.
Fundarefni var eftirfarandi:
1. Sjálfboðaliðaverkefni
2. Staðardagskrá 21
3. Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár
1. Sjálfboðaliðaverkefni
Ásta Þórisdóttir formaður nefndarinnar kynnti fyrir nefndinni sjálfboðaliðastarf SEEDS. Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að sótt verði um að fá 10 manns í umhverfisverkefni í Strandabyggð sumarið 2009. Um er að ræða 8 manns auk 2 verkstjóra.
Verkefnið er viðhald á göngustígum í Kálfanesborgum. Sótt yrði um að hópurinn myndi starfa að verkefninu 8.-19. júní, undir leiðsögn verkstjóra sinna. Einn starfsmaður/tengiliður verður frá sveitarfélaginu og hefur hann yfirumsjón með vinnunni, stýrir verkefninu og sér um að útvega verkfæri og efni til vinnunnar. Lagt er til að hópurinn gisti í Grunnskólanum á Hólmavík, í einni til tveim skólastofum og hefði setustofu og eldhús til umráða. Hópurinn sér um matseld fyrir sig sjálfur og sveitarfélagið borgar 1200-1500 kr. pr. mann á dag.
Hópurinn vinnur í 2 vikur í 6-7 klst. á dag á virkum dögum, en er í fríi helgina á milli. Ætlast er til að sveitarfélagið tryggi þeim einhverja afþreyingu í frístundum, og leggjum við til að hópurinn fengi frítt í sund og í líkamsrækt, auk ákveðins tíma í íþróttasal. Það er einnig mikilvægt þar sem ekki er baðaðstaða í skólanum. Þá yrði skipulagt stutt ferðalag um nágrennið með þeim um helgina sem þau verða hér, eða leitað væri eftir einhverri afþreyingu hjá heimamönnum s.s. sjóferð eða hestaferð. Reiknað er með að afnot af skóla og íþróttahúsi sé án útgjalda og einnig að hægt væri að fá skólarútu lánaða til afnota fyrir eina stutta ferð um helgi.
Kostnaður sveitarfélagsins vegna fæðiskostnaðar:
144.000. - 180.000. kr.
Efnisþörf vegna göngustígagerðar:
Harpað efni, verkfæri s.s. hjólbörur, skóflur o.þ.h.
2. Staðardagskrá 21
Samþykkt var að mælast til þess við sveitarstjórn að hún komi málaflokkum í Staðardagskrá 21 fyrir Strandabyggð, sem samþykkt var 2.7.2008. til þeirra ábyrgðaraðila/nefnda sem tiltekið er í skýrslunni. Einnig að nefndirnar fari yfir sína málaflokka og verkefni í skýrslunni og skili umsögn sinni fyrir 15. maí 2009. Þá verður Staðardagskrá 21 fyrir Strandabyggð uppfærð og endurútgefin með hliðsjón af umsögnum nefnda. Þetta er mikilvægt til þess að skýrslan nýtist sem aðgerðar- og velferðaráætlun sveitarfélagsins. Ákveðið var að halda kynningarfund á Staðardagskrá 21 þann 31. mars nk.
Samþykkt var að leggja til við sveitarstjórn að hún fái ábyrgan og trúverðugan aðila strax til að gera svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, sb. lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Samþykkt vað að leggja til við sveitarstjórn að hún sjái til þess að útbúin verði áætlun um hvernig eigi að laga núverandi urðunarstað að hertum kröfum sb. reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs, svo að ekki þurfi að koma til þess að urðunarstað verði lokað þann 16. júlí 2009.
3. Önnur mál
Engin önnur mál voru tekin fyrir.
Fundi slitið kl. 22:40
Ásta Þórisdóttir (sign)
Jón Gísli Jónsson (sign)
Lýður Jónsson (sign)
Jóhann Áskell Gunnarsson (sign)
Eysteinn Gunnarsson (sign)