A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisnefnd - 16. mars 2010

Fundur Umhverfisnefndar 16. mars 2010

Haldinn í Félagsheimilinu vegna lyklaleysis að skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Mættir voru Ásta Þórisdóttir, Jón Gísli Jónsson, Lýður Jónsson, Jón Halldórsson og Eysteinn Gunnarsson.

 

Dagskrá

 

  1. SEEDS sjálfboðaliðasamtök
  2. Dagur umhverfisins 2010
  3. Önnur mál

 

  1. SEEDS.

Samþykkt var að leggja til við sveitarstjórn að fenginn verði 8 manna hópur til Strandabyggðar einni til tveimur vikum fyriri Hamingjudaga, sem verði hér í tvær vikur og aðstoði við undirbúning Hamingjudaga og önnur tengd verkefni. Samþykkt var að senda bréf til Menningarmálanefndar og óska eftir tillögum, áliti og umsögn nefndarinnar og hvaða verkefni hún hefði fyrir sjálfboðaliðana. Umhverfisnefnd ályktar að þar sem Hólmavíkurkaupstaður á 120 ára verslunarafmæli á þessu ári hljóti Hamingjudagar að verða með veglegasta móti og mikið við haft.

  1. Dagur umhverfisins.

verður haldinn 25. apríl og óskað eftir aðkomu Sveitarstjórnar að hátíð sem haldin verður á vegum Grunnskólans á umhverfisdaginn.

  1. Önnur mál.

Eysteinn minnti aðra fundarmenn á að samþykkt hefði verið að veita umhverfisverðlaun árlega í sveitarfélaginu. Lagt var til að umhverfisverðlaun verði veitt síðsumars árið 2010 af nýrri umhverfisnefnd.

 

Umhverfisnefnd vill enn og aftur árétta nauðsyn þess að tekið verði til úti á Skeiði og fleiri stöðum og furðar sig á seinagangi Sveitarstjórnar á því að framkvæma jafn smávægilegar aðgerðir og að taka til á svæðum sem sveitarfélagið hefur yfir að ráða.

 

Umhverfisnefnd vill lýsa sérstakri ánægju sinni með hvernig til hefur tekist með flokkun sorps hjá Sorpsamlaginu.

 

Fleira var ekki tekið fyrir.

Fundið slitið kl. 22:00

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón