Umhverfisnefnd - 17. sept. 2008
Fundur var haldinn í Umhverfisnefnd Strandabyggðar 17. september 2008 kl. 20:00 á skrifstofu Standabyggðar. Mætt voru Ásta Þórisdóttir, Jón Halldórsson, Eysteinn Gunnarsson, Jón Gísli Jónsson og Lýður Jónsson. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Matslýsing vegna nýs aðalskipulags 2008-2020 fyrir Strandabyggð.
2. Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár.
1. Matslýsing vegna nýs aðalskipulags 2008-2020 fyrir Strandabyggð.
Lögð var fram til umfjöllunar matslýsing vegna nýs aðalskipulags fyrir árin 2008-2020 sem unnin er af Landmótun. Fundarmenn sáu engar rangfærslur eða villur í matslýsingunni og lýstu ánægju sinni með þá vinnu sem komin er.
2. Önnur mál.
Ásta gerði grein fyrir Grænfánaverkefninu og sagði frá jarðgerðartanki sem notaður er í skólanum. Hefur tankurinn vakið mikla athygli hjá kennurum skólans sem og foreldrum nemenda og spurning um hvort hægt væri, með aðstoð sveitarfélagsins, að greiða niður kostnað við slíka jarðgerð. Má t.d. hugsa sér að sveitarfélagið greiði niður tankinn þar sem sorpmagn kemur til með að minnka umtalsvert. Er því skorað á sveitarstjórn Strandabyggðar að hefja strax vinnu við málið svo auðveldara verði fyrir íbúa að fjárfesta í slíkum tanki.
Þá sagði Jón að eitthvað verði að gera varðandi ruslahaugana sem eru okkur til skammar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:40.