Fræðslunefnd - 21. janúar 2014
Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd 21. janúar 2013 og hófst hann kl. 17.00 á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu.
Mættir eru: Viðar Guðmundsson, Viktoría Rán Ólafsdóttir, Ragnar Bragason og Ingibjörg Sigurðar. Ingibjörg Sigurðar ritar fundargerð
- Málefni fræðslunefndar:
Málefni leikskóla:
Boðuð kl. 17.00: Sirrý Ásgeirsdóttir leikskólastjóri, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna, og Jóhanna Hreinsdóttir fulltrúi foreldra.
- Sirrý kynnti aðgerðaáætlun.
Laga þarf skábraut sem vísar út á leiksvæði og laga girðingu sem er brotin.
Gera dvalarsamning fyrir börnin.
Fastráða starfsmenn.
Setja lítinn vask sem er með köldu vatni inn á Dvergakot.
Stækka snyrtiherbergi fram á gang á Tröllakoti, færa snyrtiborðið.
Laga rólur, sjá skýrslu / úrbætur á útisvæði 13.08.2013.
Símenntunaráætlun á leikskólanum.
Laga útisvæði, sjá skýrslu / úrbætur á útisvæði frá 13.08.2013.
Mála innahúss.
Skólanámskrá.
Fræðslunefnd samþykkir aðgerðaráætlun.
Málefni grunnskóla:
Boðuð kl. 17.30: Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir skólastjóri, Ingibjörg Emilsdóttir aðstoðarskólastjóri, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir fulltrúi starfsmanna, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi foreldra, Hildur Heimisdóttir fulltrúi tónskóla. - Skólapúlsinn.
Hulda skólastjóri kynnti skólapúslinn sem er innra mat á skólastarfi, metið af foreldrum og starfsmönnum með könnun. Skólastjóra falið að afla meiri upplýsinga. Ákvörðun um þátttöku frestað til næsta fundar. - Umbótaáætlun.
Hulda kynnti umbótaáætlun, lögð fram og samþykkt. - Staðan eftir sameiningu á 1 – 4 bekk.
Gengur vel en eftir er að setja felliveggi, væntanlegir á allra næstu dögum. - Önnur mál.
Hildur kynnti þátttöku tveggja nemenda í Nótunni. Undankeppni fyrir vestfirði og vesturland verður haldin í Borgarnesi 8.mars 2014. Nótan er tónlistarkeppni fyrir allt landið. Aðalkeppni verður svo haldin í Hörpu.
Fundi slitið kl. 18.45