Fræðslunefnd - 8. júní 2017
Fundur var haldin í fræðslunefnd fimmtudaginn 08. júní í kl. 17:00 í Hnyðju
Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Egill Victorsson, Guðjón Sigurgeirsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Fulltrúar Grunnskólans eru boðaðir kl 17:00 en það eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og fulltrúi foreldra Ágúst Þormar Jónsson.
Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku eru boðaðir kl 18:00 og það eru Aðalbjörg Sigurvaldadóttir leikskólastjóri, Berglind Maríusdóttir fyrir hönd starfsmanna og fulltrúar foreldra boðuðu forföll.
Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.
Dagskrá er svohljóðandi:
Málefni Grunnskóla:
- Kjarasamningar kennara
Unnið hefur verið að mati á starfsumhverfi kennara sem varðar bókun 1 í kjarasamningum. Markmiðið er að bæta vinnu- og starfsumhverfi kennara. Nú hefur skýrslu verið skilað inn til Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands. Unnið verður að umbótaáætlun í kjölfarið.
- Trappa kynning
Nú hefur verið undirritaður samningur við Tröppu um faglega ráðgjöf um fræðslumál. Skólastjóri, formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri funduðu með Tröppu um næstu skref. Fræðslunefnd fagnar undirritun samningsins.
- Starfsmannamál
Þrír starfsmenn hafa fengið ársleyfi við skólann. Engin sótti um íþróttakennarastöðu og engin um tónlistakennarastöðu. Þrír sóttu um listgreinakennara og tveir um umsjónakennara.
Auglýsa þarf aftur stöðu íþrótta- og tónlistarkennara. - Önnur mál
a) Formaður segir frá kynningu um samfelldann dag sem hún ásamt formanni íþrótta-, tómstunda- og menninganefndar fóru á á Ísafirði.
Fulltrúar Grunnskólans víkja af fundi kl 18:01
Fulltrúar Leikskólans Lækjarbrekku koma á fundinn kl 18:02
Málefni leikskólans Lækjarbrekku: - Skóladagatal, breytingar
Í stað starfsdags 4. september er óskað eftir því að hann verði færður til 9. október. Þá er það hálfur starfdagur vegna námskeiða.
- Önnur mál
a) Starfsmannamál
Ekki hefur verið ráðið í stöðu matráðs og fyrirhugað er að auglýsa aftur.
Með stækkuðu húsnæði er meiri þörf á ræstingu og er það ósk starfsfólks að leikskólinn verði ræstur eftir lokun. Matráður myndi sjá áfram um hluta af þrifum eins og þvotti, þrif á gluggum, veggjum og fl. því ekki er tími til að komast yfir í núverandi ástandi. Leikskólastjóri er að vinna í nánari útfærslu á þessari verkaskiptingu.
b) Leikkólastjóri greinir frá því að á tímabilinu 11. ágúst til 31. maí eru 202 vinnudagar og á þeim tíma eru 204,5 dagar taldir til fjarvista starfsfólks, þar á meðal veikinda.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 18:59