A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd 11. apríl 2016

Fundur var haldin í fræðslunefnd mánudaginn 11. apríl kl. 17:00 í Hnyðju.

Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Egill Victorsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Fulltrúar leikskólans voru boðaðir kl 17:15  

Dagskrá er svohljóðandi:

  1. Erindi frá foreldrum barna með sérþarfir.

    Nefndinni barst bréf um mikilvægi þess að ráða einstakling með  atferlisþjálfamenntun  eða sambærilega þekkingu vegna barna sem munu hefja göngu við Grunnskólann í haust.

    Formaður fræðslunefndar ræddi við skólastjóra og sérkennslustjóra Grunnskólans og er málið í vinnslu þar.

    Fulltrúar leikskólans Lækjarbrekku komu til fundar kl 17:15 og mættir voru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Hlíf Hrólfsdóttir fyrir hönd starfsmanna og Jóhanna Rósmundsdóttir fyrir hönd foreldra.

  2. Ársáætlun leiksólans

    Fræðslunefnd fagnar vel upplýsandi áætlun sem verður á heimasíðu leikskólans innan tíðar.

  3. Úttekt á mötuneyti

    Haft hefur verið samband við Salome E. Ingólfsdóttur matvæla- og næringarfræðing um úttekt á mötuneyti skólana. Fræðslunefnd leggur til að Salome verði fengin til að taka út skólamötuneytið.

  4. Námskeið fyrir starfsfólk leikskólans

    Leikskólastjóri ásamt formanni fræðslunefndar hafa unnið að því að fá námskeið fyrir starfsmenn leikskólans nú á vormánuðum og í haust. Fræðslunefnd leggur til að leikskóla verði veittir tveir hálfir starfsdagar þann 23. maí fyrir hádegi og 24. júní eftir hádegi vegna námskeiða.

  5. Önnur mál.

    a). Erindi frá Steinunni Magneyju Eysteinsdóttur vegna barna með ofnæmi.

    Steinunn leggur til að haldið verði námskeið á Hólmavík til að uppfylla fræðsluþörf. Fræðslunefnd leggur til að skoðaður verði sá möguleiki ,að tillögu Steinunnar, að fá  Astma og ofnæmisfélagið hingað með námskeið sem heitir Hvernig á að matreiða ofnæmisfæði á öruggan hátt.

    b). Leikskólastjóri hefur tekið saman upplýsingar úr reglugerð um hollustuhætti og borið saman við húsnæði leikskólans. Samkvæmt þeim upplýsingum eru of fáir fermetrar pr. barn á eldri deild en húsnæðið leyfir 15 börn og eru í dag 18. Leikskólastjóri vill ítreka við sveitarstjórn mikilvægi þess að halda áfram áformum um stækkun leikskólans.

    c). Alma upplýsir fræðslunefnd um stöðu mála vegna fjarveru starfsmanna. Það þurfti að loka leikskólanum einn dag í vetur og kalla hefur þurft afleysingu mun oftar en gert var ráð fyrir.

 

Ekki voru fleiri mál að sinni

Fundi slitið kl 18:40

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón