Fræðslunefnd 13. maí 2019
Fundur var haldin í fræðslunefnd mánudaginn 13. maí kl. 17:00 í Hnyðju
Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Sigurður Marínó Þorvaldsson og Vignir Rúnar Vignisson.
Fulltrúar Grunn og tónskóla mættu kl 17:00 og það eru: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Esther Ösp Valdimarsdóttir fulltrúi kennara og Björk Ingvarsdóttir fulltrúi foreldra.
Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku voru boðaðir kl 18:00 og það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Hjördís Inga Hjörleifsdóttir fyrir hönd starfsmanna og Esther Ösp Valdimarsdóttir fyrir hönd foreldra.
Fulltrúi ungmennaráðs Elín Victoría Gray sat einnig fundinn.
Þá er gengið til dagskrár:
Málefni Grunnskóla:
1. Tímamagn og skipulag fyrir skólaárið 2019-2020
Samkvæmt ráðleggingum Tröppu og vinnu skólastjóra með þeim er gert ráð fyrir eftirtöldu tímamagni:
1.-2. bekkur 30 kest
3.-4. bekkur 30 kest
5.-7. bekkur 35 kest
8.-10. bekkur 37 kest
Þá er gert ráð fyrir samkennslu í íþróttum og samtals eru kennslustundir 128 kest og 30+26 kest í sérkennslu.
Stöðugildi við Grunn- og tónskóla verða 12,4
Fræðslunefnd samþykkir tímamagn og að stöðugildi við skólann verði 12,4
2. Skóladagtal Drög
Unnið er að skóladagatali en mögulega gætu skipulagsdagar færst til. Drögin verða sett á síðu Grunnskólans. Fræðslunefnd samþykkir drögin.
3. Skipulag tómstundar/skólaskjóls.
Nokkur breyting verður á tómstund en sá hluti verður í lok dags ásamt skólaskjóli. Þá verða íþróttaæfingar, klúbbastarf og fl. áfram hluti af tómstund. Fræðslunefnd vill minna á mikilvægi þess að tómstundastarfið verði vel skipulagt og faglegt.
4. Starfsmannamál
Nú hefur verið auglýst og skólastjóri er að vinna í að boða umsækjendur í viðtöl. Gengið hefur verið frá ráðningu tónlistakennara.
5. Önnur mál Grunnskóla
a). Skólastjóri segir frá því að Grunnskólinn hefur fengið styrki fyrir tveim verkefnum sem tengjast þróunarvinnu. Það er stærðfræði til framtíðar sem fékk 1,5 milljón og vinna að námsvísagerð 600 þúsund. Fræðslunefnd fagnar þessum styrkjum.
Sameiginleg mál Leik- og Tón- og Grunnskóla
Fulltrúar Leikskólans Lækjarbrekku mæta til fundar kl 18:02, það eru Ingibjörg Alma og Hjördís Inga
6. Tillaga um breytingar á skipulagi skólana.
Umræða um sameiningu leik og grunnskóla er komin upp að nýju og liggja þar nokkrar ástæður að baki, en þessar þó helstar:
a). Betri og meiri nýting mannauðs
b). Viðbrögð við fækkun nemenda
c). Viðbrögð við erfiðleikum í mönnun leikskóla, skólaárið 2018/2019.
Sveitarstjórn tók málið fyrir á sérstökum vinnufundi 23.4 2019. Þar var ákveðið að skoða kosti og galla sameiningar, auk þess sem oddvita og sveitarstjóra var falið að ræða við skólastjóra beggja eininga. Í framhaldi af þeim fundum var sveitarstjóra síðan falið að ræða við starfsmenn beggja eininga.
Oddviti og sveitarstjóri hittu skólastjóra leik- og skólastjóra grunnskóla í lok apríl og byrjun maí. Fundir með starfsmönnum fóru svo fram 8maí 2019.
Á báðum fundum var rætt um framhaldið sem eftirfarandi:
a). Kynning og umræða í fræðslunefnd 13.maí
b). Kyning og umræða í sveitarstjórn, 14. maí
c). Mótun vinnuhóps um framkvæmdina
d). Sameiginlegur vinufundur með starfsmönnum beggja eininga
e). Samráð við Tröppu allan tímann.
Eins var rætt um að; einn skólastjóri yrði yfir sameinuðum skólum, en að deildarstjóri og sérkennslustjóri mynduðu stjórnunarteymi. Einnig var rætt um teymi þeirra sem sinna sérkennslu.
Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur sem fyrst og skilgreini hvernig sameining kæmi út og veiti reglulega upplýsingar til starfsmanna beggja skóla. Mikilvægt að niðurstöður liggi fyrir í júní.
Fulltrúar Grunn- og tónskóla víkja af fundi kl 18:30
Málefni Leikskólans
7. Skóladagtal Drög
Fræðslunefnd leggur til að leikskólinn verði lokaður milli jóla og nýárs næsta skólaár og starfsfólk fái frí á launum þessa tvo vinnudaga. Leikskólastjóri vinnur áfram í dagatalinu en birtir drögin á vefsíðu leikskólans.
8. Önnur mál leikskóla
a). Leikskólastjóri óskar eftir því að opnanlegi veggurinn sem er á teikningum og á að vera í nýbyggingu leikskólans verði settur upp. Fræðslunefnd tekur undir með leikskólastjóra.
Ekki fleira tekið fyrir og fundargerð lesin yfir.
Fundi slitið kl 18:50