Fræðslunefnd, 6. febrúar 2020
Fundargerð
Fundur var haldinn í fræðslunefnd fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17.00 í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn mættu: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Vignir Rúnar Vignisson og Ágúst Þormar Jónsson í forföllum Sigurðar Marínós Þorvaldssonar.
Fulltrúar beggja deilda skólans mættu kl. 17:00 en það eru Esther Ösp Valdimarsdóttir fyrir hönd foreldra. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri og Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi grunn- og tónskóladeildar. Fulltrúi ungmennaráðs var Unnur Erna Viðarsdóttir. Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri boðaði forföll.
Dagskrá
Málefni leikskóladeildar
1. Skimanaáætlun
Skólastjóri kynnir áætlunina. Þörf er á lítilsháttar uppfærslu en uppsetning hennar breytist ekki. Gengið hefur vel að fylgja áætluninni.
2. Öryggishandbók
Skólastjóri kynnir handbókina. Áætlunin var síðast endurskoðuð í mars 2018 og fer næsta endurskoðun fram á vorönn 2020 og mun hún þá ná yfir bæði skólastig.
3. Starfsmannastefna
Skólastjóri kynnir starfsmannastefnuna fyrir nefndarfólki. Starfsmannastefna leikskóladeildar byggir á starfsmannastefnu grunn- og tónskóla. Meginmunurinn er sá að starfsmannaviðtöl fara fram tvisvar á ári í leikskóladeild.
Málefni grunn- og tónskóladeildar
4. Niðurstöður lesferla kynntar.
Skólastjóri kynnir niðurstöður lesferla í janúar 2020. Fjórir árgangar eru yfir landsmeðaltali en vegna persónuverndarhagsmuna er ekki hægt að birta myndrit, þar sem mjög fáir nemendur eru í hverjum árgangi.
5. Starfsmannastefna og starfsmannaviðtöl
Skólastjóri kynnir starfsmannastefnuna sem var uppfærð í janúar 2020. Starfmannaviðtöl fara fram í mars.
6. Öryggishandbók
Skólastjóri kynnir stöðu vinnu við endurskoðun öryggishandbókar. Hún er í endurskoðun veturinn 2019-2020. Stefnt er að því að fyrir haustið 2020 verði endurskoðun lokið og verði þá öryggishandbókin sameiginleg fyrir grunn- og leikskóladeild.
7. Stjórn tónskóla
Rætt um þörf á aukinni stjórnun í tónskóla vegna fjölda nemenda, en nemendur tónskólans eru orðnir fleiri en nemendur grunnskóladeildarinnar.
8. Önnur mál
8.1. Lokun skóla vegna veðurs og niðurfelling vistunar og fæðisgjalda
Rætt um lokanir grunn-, tón- og leikskóladeildar og mögulega niðurfellingu vistunar og fæðisgjalda í framhaldinu.
Fræðslunefnd leggur til að fæðisgjöld séu almennt felld niður þegar skólanum er lokað. Einnig hún til að skólastjóri fastmóti viðmiðunarreglur um niðurfellingu skóla í samráði við sveitarstjóra.
8.2. Nafn á sameinaðan skóla
Hugmynd er um að skólaþing verði haldið 26. mars og þar væri við hæfi að gefa sameinuðum skóla nafn í kjölfar nafnasamkeppni. Einnig verði gildi sameinaðs skóla valin. Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið veiti verðlaun fyrir vinningsnafnið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.30.