A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd 6.september 2018


Fundur var haldin í fræðslunefnd fimmtudaginn 6. september kl. 17:00 í Hnyðju.

Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Egill Victorsson og Vignir Rúnar Vignisson.

Fulltrúar Grunn og tónskóla voru boðaðir kl 17:00 og það eru: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Esther Valdimarsdóttir fulltrúi kennara og Björk Ingvarsdóttir fulltrúi foreldra.

Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku voru boðaðir kl 18:00 og það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Hjördís Inga Hjörleifsdóttir fyrir hönd starfsmanna og Esther Ösp Valdimarsdóttir fyrir hönd foreldra

Fulltrúi ungmennaráðs Guðrún Júlíana Sigurðardóttir boðaði forföll.

 

Þá er gengið til dagskrár:

Málefni Grunnskóla:

1.Drög starfsáætlun grunn- og tónskóla

Skólastjóri fer yfir starfsáætlunina. Starfsáætlunin verður aðgengileg á vef grunnskólans. Í áætluninni er greint frá m.a. skóladagatali, starfsáætlun nemenda, stoðþjónustu, samstarf og öðrum þáttum er varða starfsemi skólans.

Starfsáætlun Grunnskólans á  Hólmavík er birt á vefsíðu skólans bæði í heild sinni og eftir viðfangsefnum. Á hverju vori er starfsáætlun metin og gildir mat á starfsáætlun sem ársskýrsla skólans. Hvert haust er starfsáætlunin endurskoðuð og birt aftur í heild sinni en einstakir hlutar endurskoðaðir á vefsíðu. 

 
2.Sérkennsla

Sérkennsla er samtals 56 stundir. Þar á meðal er sérkennsla nemenda með sértækar þarfir og nemenda með annað móðurmál ásamt talþjálfun.

 
3.Sýn og stefna skólans

Skólasamfélag sem vinnur að því að hvert barn vaxi og dafni á sínum forsendum í öruggu og uppbyggjandi umhverfi þar sem ávallt er gert ráð fyrir því að nemendur geri sitt besta og sýni árangur umfram væntingar. Virðing- Seigla- Stolt- Gleði eru einkunnarorð stefnu skólans.  Stefna skólans er aðgengileg á vef skólans.


4.Skólanámskrárgerð í vetur

Nú hefur verið samþykkt að í vetur verði 75% fjölbreyttir kennsluhættir og 75% fjölbreytt námsmat. 25% verður bekkjarkennsla. Stefnt er að því að kynna áfram breytingu á kennsluháttum.


5.Mat á starfsáætlun fyrra árs 2017-2018

Nú hefur starfsáætlun fyrra skólaárs verið yfirfarin og ekki voru alvarlegir vankantar á henni. Þær breytingar sem voru gerðar voru aðlagaðar að nýrri áætlun.

 

Ekki fleira tekið fyrir í málefnum Grunnskólans og fulltrúar yfirgefa fund kl 18:21

Fulltrúar leikskólans koma til fundar kl 18:22

 

Málefni Leikskóla:

6. Drög að Starfsáætlun Lækjarbrekku

Nú liggur fyrir starfsáætlun fyrir skólaárið 2018-2019 og verður hún sett inn á síðu leikskólans. Sérstök áhersla vetrarins í starfinu verður vinátta og forvarnir gegn einelti. Áfram verður unnið eftir læsisstefnu leikskólans.


7. Mat á starfsáætlun

Nú er búið að uppfæra nýja áætlun eftir þeim breytingum sem voru gerðar.

Umræða skapaðist um vandamál við að fá foreldra til að taka þátt í foreldrafélagi og foreldraráði. Ef ekki væri foreldrafélag væru ekki jólagjafir á litlu jólum barnana og grilldagurinn yrði ekki haldin. Einnig er mikilvægt að foreldraráð sinni eftirfylgni og eftirliti með faglegu starfi leikskólans.


8. Sérkennslumál

Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 kemur fram að sveitarfélög beri ábyrgð á starfsemi leikskóla og ber þeim að sjá til þess að börn með fötlun fái viðeigandi þjónustu í sínu sveitarfélagi. Sérfræðiþjónusta á að vera í boði í hverjum leikskóla og hlutverk sérfræðiþjónustunnar er að veita barni með sérþarfir stuðning og þjálfun ásamt því að styðja við fjölskyldu barnsins. 

9. Önnur mál leikskóla

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 19:09




Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón