A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd, fundur 04.09.2024

Fundargerð

Fundargerð fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn að Hafnarbraut 25, miðvikudaginn 4. September 2024. Fundur hófst 16:05. Mættir eru Þorgeir Pálsson, Júlíana Ágústsdóttir í fjarveru Heiðrúnar Harðardóttur, Vignir Rúnar Vignisson og Steinunn Magney Eysteinsdóttir, sem ritaði fundargerð. Kristín Anna Oddsdóttir mætti sem fulltrúi foreldra og Berglind Maríusdóttir fulltrúi starfsmanna á leikskóla. Á fundinum komu einnig Hrafnhildur Þorsteinsdóttir staðgengill skólastjóra, Vala Friðriksdóttir, fulltrúi kennara og Kristrún Lind Birgisdóttir (í fjarfundi). Jóhanna Rannveig Jánsdóttir boðaði forföll.  Ekki náðist að manna varamann Guðfinnu Láru Hávarðardóttur.

 

Fundardagskrá:

  1. Starfsáætlun leik- og grunnskóla/tónlistarskóla – Kristrún Lind Birgisdóttir
  2. Starfsáætlun innra mats, þarf að vera liðir í starfsáætlun eða hlekkur inn á starfsáætlun innramats teymis eða gæðaráðs – Skólastjóri kynnir/– Kristrún Lind Birgisdóttir
  3. Umbótaáætlun innra mats
    1. Helstu markmið vetrarins í skólastarfi leik- og grunnskóla – skýrsla skólastjóra– Kristrún Lind Birgisdóttir
  4. Þróunarverkefni og/eða önnur áherslumál – Kristrún Lind Birgisdóttir
  5. Skólastefna sveitarfélagsins - formaður
  6. Erindisbréf fræðslunefndar – formaður
  7. Önnur mál
    1. Gjaldskrá sveitarfélagsins - formaður

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og kallaði eftir athugasemdum við fundarboðun. 

Steinunni finnst 2 daga fyrirvari of stuttur tími í fundarboð.  Formaður útskýrði ákvæði í samþykktum hvað varðar boðun funda.

 

Umræða:

1. Starfsáætlun leik- og grunnskóla/tónlistarskóla – Kristrún Lind Birgisdóttir

Kristrún fór yfir áætlunina. Hrafnhildur fór yfir það sem á að laga í áætlunni.

Spurning kom upp um tónlistaskólann. Ekki hefur tekist að ráða tónlistakennara en það er verið að reyna að finna lausn á þessu.

2. Starfsáætlun innra mats, þarf að vera liðir í starfsáætlun eða hlekkur inn á starfsáætlun innramats teymis eða gæðaráðs – Skólastjóri kynnir/– Kristrún Lind Birgisdóttir

Umbótaáætlun innra mats

Kristrún fór yfir áætlunina. Stefnt er að vinna að betri gagnsæar upplýsingar, fyrir kennara, nemendur og foreldra. Og bæta innra matið í báðum skólum. Ásgarður mun hjálpa starfsfólki með áætlanir og faglega vinnu á leikskólanum.

Spurning kom um hvort það hafi einhver sýnt áhuga á leikskólastjórastöðunni og hvernig væri með ráðningar. Það var umsókn sem var dregin til baka. Sveitastjórn mun ekki auglýsa aftur fyrr en fyrsta lagi um áramót.

         
         a. Helstu markmið vetrarins í skólastarfi leik- og grunnskóla – skýrsla skólastjóra– Kristrún Lind Birgisdóttir

 
3. Þróunarverkefni og/eða önnur áherslumál – Kristrún Lind Birgisdóttir með lið 2


4. Skólastefna sveitarfélagsins – formaður

Formaður fór yfir málið.


Framundan er vinna innan sveitarstjórnar um mótun Menntastefnu Strandabyggðar og er sú vinna ekki bundin við innri stefnu og markmið, heldur þarf líka að móta stefnu um ytra umhverfi menntastofnanna.

 

Leikskólalóðin verður ekki kláruð í ár en byrjað verður þó á að klára nýja girðingu, skipta um jarðveg í brekku og gera drenlagnir, og tyrfa.  Verður lóðin kláruð næsta vor. Grunnskólalóðin verður tekin í gegn á næsta ári.

 

Mikið er kallað eftir því í sóknaráætlun Vestfjarða að við fáum að sækja nám í heimabyggð og það verður sett inn í skólastefnuna. Vilji er fyrir að auka útikennslu og er komin styrkur fyrir útieldhús.

 

Kristrún sýndi skólastefnu úr öðru sveitafélagi.


5. Erindisbréf fræðslunefndar – formaður

Formaður fór yfir bréfið.

Formaður leggur til að drög að erindisbréfi verðir lagt undir sveitastjórn. Samþykkt með 4 atkvæðum . Formaður falið að afgreiða erindisbréfið til sveitastjórnar.


6. Önnur mál
       a. Gjaldskrá sveitarfélagsins – formaður

Formaður fór yfir gjaldskránna.

Mötuneytisgjald grunnskóla á ekki lengur við svo það þarf að taka út.

Tónskólagjaldið verður endurskoðað með tillit til hvernig kennslan verður.

 

Spurning kom um 6 vikna sumarlokun leikskóla. Hrafnhildur upplýsti að um að þetta sé í endurskoðun.

 

Formaður óskar eftir að formaður og ritari klári fundargerð og sendi til rafrænnar undirskriftar.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.17:26

 

Steinunn Magney Eysteinsdóttir, ritari

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón