A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd fundur 12. júní 2023

Fundargerð Fræðslunefndar Fundur fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju mánudaginn 12. Júní 2023. Fundur hófst 17:07.
Mættir eru Jón Sigmundsson formaður, Vignir Rúnar Vignisson, Valgeir Örn Kristjánsson (kemur inn sem varamaður fyrir Steinunni), Guðfinna Lára Hávarðardóttir. Steinunn Magney Eysteinsdóttir og Guðfinna Sævarsdóttir boðuðu forföll. Aðrir sem sitja fundinn eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Íris Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra grunn,- tón,- og leikskóla. Fulltrúi starfsmanna leikskóla Lína Þóra Friðbertsdóttir. Fulltrúi ungmennaráðs er Benedikt Jónsson. Vala Friðriksdóttir fulltrúi kennara grunn- og tónskóladeildar boðaði forföll. Gestur fundarins er Þorgeir Pálsson, sem ritar fundargerð.

Fundardagskrá:
1. Skóladagatal 2023-2024
http://www.strandabyggd.is/ymsar_skrar/skra/3315/
Skólastjóri fór yfir dagatalið. Ræddi fjölda skipulagsdaga. Fór yfir samstarf við önnur sveitarfélög, sérstaklega Kaldrananeshrepp. Áhersla er á útikennslu og samvinnu við önnur sveitarfélög í byrjun skólaárs. Rætt var um mögulega þátttöku á viðburðum annars staðar, t.d. íþróttahátíðum. Skólastjóri áréttaði fjölda skóladaga á hvern nemanda yfir skólaárið, eða 180 dagar. Styttri nemendadagar geta verið 10 yfir tímabilið. Skóladagatalið mótast nokkuð af samstarfi og er almenn ánægja með það. Þar á meðal er Barnamenningarvika í september, sem Vestfjarðastofa skipuleggur. Samþykkt samhljóða.

2. Leikskóladagatal 2023-2024
http://www.strandabyggd.is/ymsar_skrar/skra/3316/
Skólastjóri fór yfir dagatalið. Upphaf kennslu, 8.8. Leikskólinn býður öðrum leikskólum í heimsókn 17.8. Tilraun verður gerð með einn dag fyrir foreldraviðtöl og kemur skólastjóri til með að hitta foreldra líka. Þetta er áætlað 19.10 og aftur 26.2.24. Skipulagsdagar sameiginlegir með grunnskóla. Sveitaferðir áætlaðar 13-17 maí. Lokað 26.6-7.8. Nefndin samþykkir skóladagatalið samhljóða, með þeirri athugasemd að skólastjóri færi dagsetningar sveitaferða inn á dagatalið.

3. Mat á Starfsáætlun 2022-2023 (ársskýrsla)
Skólastjóri rakti innihald skýrslunnar. Undirstrikaði skólastjóri efnislegar viðbætur og úrbætur við áætlunina. Ljóst að sumir liðir gengu ekki upp vegna álags vegna breytinga á starfsumhverfi. Spurt var um hvernig gengið hefði hjá öðrum sveitarfélögum sem glíma við myglu í byggingum. Sami vandi víða. Skólastjóri kom sérstaklega inn á umfang skólaaksturs.
Lögð fram til kynningar.

4. Starfsáætlun 2023-2024
Skólastjóri rakti innihald áætlunarinnar. Helstu breytingarnar eru tengdar auknu samstarfi skóla. Einhverjir þættir áætlunarinnar ekki klárir á þessu stigi, en klárast í ágúst. Endurskoðun áætlana verður í haust og því fylgir talsverð vinna. Stóra viðbótin er aukið samstarf við Grunnskólann á Drangsnesi. Formaður fagnaði því og taldi nemendur mjög ánægða með þetta samstarf.
Lögð fram til kynningar.

5. Tímamagn skóla 2023-2024 umsókn
Skólastjóri fór yfir þörfina fyrir starfsfólk í ljósi núverandi stöðu. Tónskólinn er ekki inni í þessari upptalningu. Leikskólinn er inni. Gert er ráð fyrir samnýtingu starfsfólks beggja skóla. Umræða spannst um skilgreiningar á starfsheitum, t.d. leikskólakennara og leiðbeinenda. Formaður lagði til að tímamagn skóla 2023-2024 yrði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

6. Samstarf við Drangsnes - kynning skólastjóra
Skólastjóri fór yfir helstu áherslur í því samstarfi. Verið er að nýta mannauð beggja staða. Saman verður til sterk heild. List- og verkgreinar eru t.d. sterkur þáttur hjá þeim. Lagt fram til kynningar. Undir þessum lið yfirgaf Lína Þóra Friðbertsdóttir fundinn.

7. Fagháskólanám leikskólakennara – kynning skólastjóra
Skólastjóri gaf munnlega skýrslu um þetta erindi. Í boði var fjarnám fyrir einstaklinga sem uppfyltu vissar kröfur til menntunar og reynslu og samþykkti sveitarstjórn að heimila námið í fullu strafi. Tveimur starfsmönnum var boðið þetta tækifæri, en báðir hafa afþakkað. Formaður ítrekaði að þetta væri engu að síður leið í að fjölga leikskólakennurum. Lagt fram til kynningar.

8. Tónskólinn, staða - kynning skólastjóra
Skólastjóri sagði frá stöðu mála. Auglýst var eftir tónlistarkennara. Nokkrar fyrirspurnir bárust og ein umsókn. Umsóknin virðist ekki uppfylla kröfur skólans. Næsta skref er að auglýsa aftur. Lagt fram til kynningar.

9. Nafn sameinaðs Leik-, grunn-, og tónskóla
Skólastjóri sagði frá tillögu kennarafundar að nafni á sameinaðan skóla. Formaður bar nafnið undir atkvæði. Jón samþykkti, aðrir fundarmenn sátu hjá.

10. Skólaakstur, fyrirkomulag næsta skólaár – kynning sveitarstjóra
Þorgeir sagði frá áformum um endurskoðun á þessu fyrirkomulagi. Guðfinna Lára leggur fram eftirfarandi bókun: „Í reglum um skólaakstur í grunnskóla, 656/2009, 4. gr. kemur fram að; skólanefnd skal fyrir upphaf hvers skólaárs birta endurskoðaða áætlun um skólaakstur. Guðfinna Lára beinir því til sveitarstjórnar að þessu sé haldið til haga. Einnig bendir Guðfinna Lára á að þar komi líka fram að miða skuli við að heildartími skólaaksturs að meðtöldum biðtíma sé að jafnaði ekki lengri en 120 mínútur á dag. Eins og kom fram hér áðan, er verið að efla samstarf milli skólanna á Hólmavík og Drangsnesi sem mun í sumum tilfellum verða til lengri skólaaksturs. Miðað við að fyrsta barn fer í bíl rúmlega 60 mín áður en skólahald hefst, 08.30, er ljóst að ekki er rými til að lengja aksturstímann með því að stöðva bíl með þá farþega sem fara lengstu leiðina á fleiri stöðum en nú þegar er gert, eigi að virða viðmiðið“.

11. Skólamötuneyti, fyrirkomulag næsta skólaár – kynning sveitarstjóra
Þorgeir sagði frá áformum um endurskoðun á þessu fyrirkomulagi.

12. Staðan í málefnum grunnskólans - kynning sveitarstjóra.
Þorgeir rakti stöðu mála.

Fleira ekki rætt. Fundargerð lesin yfir.
Fundi slitið kl 20:08.

Jón Sigmundsson formaður
Vignir Rúnar Vignisson
Valgeir Örn Kristjánsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón