Fræðslunefnd, fundur 20. desember 2021
Fundur var haldinn í Fræðslunefnd mánudaginn 20. desember kl. 17.00 í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn mættu: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Vignir Rúnar Vignisson. Sigurður Marínó Þorvaldsson boðaði forföll. Fulltrúar skólans mættu kl. 17:00 en það eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Heiðrún Harðardóttir sem fulltrúi foreldra Grunn-, tón- og leikskóla.
Dagskrá:
1. Skólanámskrá – starfsáætlun sameinaðs skóla og deildarnámskrá leikskóla
Skólastjóri kynnir skólanámskrá sem búið er að sameina fyrir allar deildir.
2. Sérfræðiþjónusta og sérkennsla, kynning á skipulagi
Skólastjóri kynnir skipulag sérkennslu.
3. Skipulag stöðugilda og nýting starfsmanna
Skólastjóri kynnir starfsmannamál og eru við skólann núna 23,95 stöðugildi.
4. Innra mat
Ný langtímaáætlun um innra mat er í vinnslu og mun fara á heimasíðu skólans í janúar þegar vinnu við hana lýkur. Þegar er byrjað að vinna að könnunum samkvæmt áætluninni fyrir skólaárið 2021-2022.
Önnur mál:
5. Skólahjúkrun
Rætt um stöðu skólahjúkrunar í skólanum. Nefndin vill vekja athygli á málinu og beinir því til sveitarstjórnar að senda HVE erindi þar sem þess er óskað að hjúkrunarfræðingur frá annarri starfsstöð komi gagngert til að sinna skólahjúkrun meðan ekki næst að ráða í stöðuna. Einnig vill nefndin ítreka nauðsyn þess að hjúkrunarfræðingur sé starfandi á Heilsugæslunni á Hólmavík.
6. Niðurskurður sveitarfélagsins
Fræðslunefnd leggur til að skipulag tónlistarskóla verði breytt þannig að hver nemandi fái einkakennslu á sitt hljóðfæri. Fræðslunefnd leggur einnig til að auglýst verði eftir tónlistarkennara fyrir skólaárið 2022-2023 og horft verði til samstarfs við nágrannasveitarfélög.
Fundi slitið kl. 19.13.