A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefndarfundur 8. febrúar 2024

Fundur fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju fimmtudaginn 8. febrúar 2024. Fundur hófst
kl 17:00. Mættir eru Þorgeir Pálsson formaður, sem einnig ritaði fundargerð, Heiðrún Harðardóttir,
Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Steinunn Magney Eysteinsdóttir. Aðrir sem sitja fundinn eru
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Esther Ösp Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra grunn,- tón,- og
leikskóla, Berglind Maríusdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla og Kolbrún Þorsteinsdóttir fulltrúi
kennara, í stað Völu Friðriksdóttur, sem boðaði forföll. Vignir Rúnar Vignisson boðaði forföll og ekki
náðist að kalla út varamann í hans stað. Fulltrúi ungmennaráðs er Jóhanna Rannveig Jánsdóttir, sem
boðaði forföll.

Fundardagskrá:

1. Starfsáætlun fræðslunefndar 2024, drög til kynningar
2. Endurskoðun samnings við Ásgarð, minnisblað formanns
3. Bréf foreldrafélags sameinaðs skóla
4. Niðurstöður Pisa könnunar, umræða
5. Önnur mál
a. Staðan í viðgerðum á grunnskóla, minnisblað formanns
b. Staðan í endurgerð leikskólalóðar, minnisblað formanns

Formaður bauð fundarmenn velkomna og kallaði eftir athugasemdum við fundarboðun. Engar
athugasemdir.

Þá var gengið til dagskrár.

Umræða:

1. Starfsáætlun fræðslunefndar 2024, drög til kynningar
Rætt var um hlutverk nefndarinnar og kallað eftir erindisbréfi. Fram kom ábending um að það þyrfti
að skerpa á hlutverki og ábyrgð nefndarinnar. Einnig var kallað eftir ákvæði um eflingu fræðslu í
samfélaginu, sem hluti af hlutverki nefndarinnar.
Einnig var bent á að nefndin þyrfti að koma að framkvæmd skólastefnu Strandabyggðar.
Spurt var um mat á hagkvæmni sameiningar og hvort lögð yrðu fyrir lokadrög í apríl. Formaður
svaraði því til að engin lokaafurð yrði á þeim tíma, heldur fyrst og fremst umræða. Fram koma að
vegna ástands í grunnskóla væri huganlega erfitt að meta hagkvæmni sameiningarinnar. Eins mætti
skoða upphaflega áætlun sameiningar. Mikilvægt að vanda til verka vegna aðskilnaðar skólaeininga.
Rætt var um kostnað við slíkt mat og tímasetningu.
Fram kom að skóladagatöl þurfi að vera til í mars, apríl.
Formanni og skólastjóra falið að endurgera textann og eins að skoða erindisbréf nefndarinnar fyrir
næsta fund. Samþykkt samhljóða.

2. Endurskoðun samnings við Ásgarð, minnisblað formanns
Skólastjóri benti á aukið samstarf skóla í nágranna sveitarfélögum, sem eru einnig í samvinnu við
Ásgarð. Að auki er hægt að sækja í samstarf Ásgarðs á landsvísu. Einnig var bent á samstarf

leikskóla á landsvísu, sem einnig er undir stjórn Ásgarðs. Þá var bent á að opnun skiptiborðs færi
ekki saman við opnunartíma skólans.

3. Bréf foreldrafélags sameinaðs skóla
Formaður fór yfir bréfið og einstaka spurningar. Skólastjóri kom einnig inn í þá umræðu. Fram kom
að foreldrar hafa verið duglegir að aðstoða við efnisöflun fyrir listgreinar. Reynt er að tengja
valgreinar við listkennslu, sem og verklega kennslu og áhugasvið nemenda. Gott samstarf er við
grunnskólann á Drangsnesi. Fram kom umræða um að skoða líðan starfsmanna og nemenda. Fram
kom sú hugmynd að tengja skoðun á gjaldskrám við verkefnið Barnvænt sveitarfélag.
Bréfinu verður svarað ítarlega af sveitarstjóra og skólastjóra og svarbréf borið undir nefndarmenn til
samþykktar.

4. Niðurstöður Pisa könnunar, umræða
Formaður gaf orðið laust. Skólastjóri sagði að innan skólans væri vel fylgst með þessu máli og
tengdu efni. Fram kom að Quint rannsókn sýndi gæði kennslu m.t.t. uppbyggingar kennslu og
kennsluhátta og að lausnin væri m.a. þar. Þarna væri áherslan meira á lausnir og leiðir.

5. Önnur mál

a. Staðan í viðgerðum á grunnskóla, minnisblað formanns
Formaður fór yfir efni minnisblaðsins. Umræða spannst um einstaka verkþætti og eins tímaramma
þeirra verkþátta sem eftir eru. Rætt var um nýtingu eldra húsnæðis skólans og hvað gert yrði við
það. Fram kom að ekki stendur til neitt annað en að nýta eldri hlutann, reynist hann í lagi, þó svo
einhver bið verði á framkvæmdum, þegar yngri hlutinn er búinn. Sveitarfélagið þarf að huga að
fjárhagslegri stöðu sinni og getu til framkvæmda. Rætt var um breytingar varðandi trésmíða- og
hannyrðakennslustofu og hvernig hönnun hennar væri. Fram kom að flestir verkþættir hefðu gengið
vel og engin stórvægileg vandamál komið upp. Alltaf væri þó eitthvað um atvik sem komi upp sem
bregðast þurfi við með hraði og hefur það tekist. Formaður hvatti nefndarmenn til að kíkja á
framkvæmdir í skólanum og sjá þróunina.

b. Staðan í endurgerð leikskólalóðar, minnisblað formanns
Formaður fór yfir efni minnisblaðsins. Nokkur umræða spannst um tímaramma framkvæmda og eins
þá hugmynd sem rædd hefur verið í samfélaginu, að færa leikskólann í eldri hluta grunnskólans,
reynist sá hluti í lagi. Fram kom að mýglusýni verða tekin á næstu dögum í gamla hlutanum og aftur
í vor þegar leysir og þá fyrst sé hægt að ákveða endanlega um ástand þessa hluta og þá einnig um
nýtingu hans. Mun EFLA sjá um þá greiningu. Eins og alltaf eru kostir og gallar við allar hugmyndir
og það á einnig við um þá hugmynd að færa leikskólann. Fram komu mörg sjónarmið með og á
móti. Sveitarstjórn mun skoða alla kosti og galla áður en ákvörðun er tekin.

Fleira ekki rætt, fundargerð lesin yfir.
Fundi slitið kl 19:03.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón