Leikskólanefnd - 4. sept. 2008
Fimmtudaginn 4. september 2008 var haldinn fundur í leikskólanefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl 17:00. Mætt voru María Mjöll Guðmundsdóttir, Sigurður Marinó Þorvaldsson, Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem ritaði fundargerð, Vala Friðriksdóttir fulltrúi foreldra og Kolbrún Þorsteinsdóttir leikskólastjóri. Sigurður setti fundinn og stjórnaði honum.
1. Hugmyndasamkeppni um merki Leikskólans Lækjarbrekku.
2. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Hugmyndasamkeppni um merki Leikskólans Lækjarbrekku.
Kolbrún greindi frá viðræðum sínum við sveitarstjóra um að hrinda af stað hugmyndasamkeppni um merki leikskólans, í tilefni af 20 ára afmæli hans þann 30. október. Lagði hún til að keppninni yrði þegar hrint í framkvæmd svo hægt væri að afhjúpa nýtt skilti á afmælinu. Rætt var um hvort merkið þyrfti að innihalda nafn leikskólans og ef til vill einkunnarorð leikskólans. Þá var rætt um hvort gera ætti kröfur um skil í tölvutæku formi, en það er talið geta dregið úr þátttöku. Nefndin var sammála um að koma þessu þegar í framkvæmd og leggur til að eftirfarandi verði skipaðir í dómnefnd um val á merkinu: Kolbrún Þorsteinsdóttir, Hafþór Ragnar Þórhallsson, Vala Friðriksdóttir, Sigríður Óladóttir og Viðar Guðmundsson.
Einnig er lagt til að veitt verði 50-100 þúsund króna verðlaun fyrir það merki sem valið verður. Kolbrúnu var falið að semja reglur og auglýsa keppnina í samráði við sveitarstjóra. Einnig komu upp hugmyndir um að láta prenta merkið t.d. á húfur, boli eða barmmerki og sveitarfélagið gæti t.d. gefið öllum leikskólabörnum húfur.
2. Önnur mál.
a. Kristín minnti á námsleið fyrir aðstoðarfólk á leikskólum sem VA bíður upp á. Einnig verður námskeiðið „Ráð við reiði" fyrir leik- og grunnskólakennara, sem Endurmenntun Háskóla Íslands bíður í fjarfundi en er á virkum degi frá 9-16, þann 16. október. Kristín ætlar að athuga hvort mögulegt sé að fá þetta námskeið hingað á laugardegi eða tvo eftirmiðdaga. Einnig óskaði hún eftir ábendingum frá starfsfólki leikskólans um áhugaverð námskeið sem Fræðslumiðstöðin gæti þá komið í kring. Fram kom að fimm af átta núverandi starfsmönnum leikskólans eru í fjarnámi af einhverju tagi.
b. Fram kom fyrirspurn um hvort útivera barna sem eru í leikskólanum til kl 14 hefði minnkað. Daglega er útivera þessara barna einu sinni fyrir hádegi og síðan er útivera í vali. Einnig er farið í vettvangsferð í þriðja hvert sinn í hópastarfi (hópastarf er tvisvar í viku). Þannig getur útiveran verið allt að þrisvar á dag. Börnin sem eru til fjögur fara alltaf út a.m.k. tvisvar á dag.
c. Rætt var um hvort það teldist ekki ósanngjarnt að börn búsett utan Hólmavíkur hefðu kost á að leikskólaplássi til kl 13 (og greiða til kl 13) en eftir einsetninguna verður að velja um pláss til kl 12, 14 eða 16 fyrir börn búsett á Hólmavík, og greiða samkvæmt því. Fram kom að þessar reglur voru settar á sínum tíma til að skapa festu í starfinu, en síðan gerð þessi undantekning vegna barna sem nýta skólaaksturinn. Leggur nefndin til að þetta verði skoðað og samræmt.
d. Einnig kom fram að Café Riis mun sjá um hádegismat fyrir leikskólann, en starfsmaður eldhúss mun sjá morgunmat og nónhressingu og að bera fram hádegismat, en starfa inn á deild þess á milli.
Fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:18.
Vala Friðriksdóttir (sign)
María Mjöll Guðmundsdóttir (sign)
Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign)
Sigurður Marinó Þorvaldsson (sign)
Kolbrún Þorsteinsdóttir (sign)