Leikskólanefnd - 5. ágúst 2009
Fundargerð
Miðvikudaginn 5. ágúst 2009 var haldinn fundur í leikskólanefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl 16:00. Mætt voru Sigurður Marinó Þorvaldsson, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir varamaður, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna og Guðrún Guðfinnsdóttir leikskólastjóri. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður setti fundinn og stjórnaði honum.
- Starfsmannamál.
- Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
- 1. Starfsmannamál. Guðrún ræddi um hvaða stefna réði varðandi forgangsröðun á inntöku barna í leikskólann komi upp sú staða að ekki sé hægt að tæma biðlista. Voru fundarmenn sammála um að aldur barns ætti að vera ráðandi þáttur, þ.e. elstu börnin hefðu forgang. Séu börn jafn gömul þá ræður umsókn um leikskólapláss og er þá elsta umsóknin sem nýtur forgang. Þá var rætt um að enn vantaði a.m.k. starfsmann í heila stöðu miðað við barnagildi, jafnvel í eina og hálfa stöðu. Ræddi Guðrún um að þrjár umsóknir um starf hafi borist inn á hennar borð svo ekki verði erfitt að manna leikskólann í vetur.
- 2. Önnur mál. Borist hafa tvær umsóknir um leikskólapláss þar sem farið er þess á leit að fá vistun tvo eða þrjá daga í viku. Nefndin telur það ómögulegt að verða við þeirri beiðni þar sem það veldur erfiðleikum með mannaráðningar sem og að erfitt yrði fyrir börnin að aðlagast skólastarfinu. Að endingu lagði Guðrún fram drög að ársskipulagi fyrir starfsemi skólans og kynnti breytingu á matar- og kaffitímum.
Fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:55.
Guðrún Guðfinnsdóttir (sign) Hrafnhildur Þorsteinsdóttir (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign) Sigurður Marinó Þorvaldsson (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)