A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 01. mars 2010

Fundur haldinn í skólanefnd 1. mars 2010  á skrifstofu Strandabyggðar og hófst hann kl. 18.10.  Mættir eru: Ester Sigfúsdóttir formaður skólanefndar, Ingimundur Pálsson, Sverrir Guðbrandsson, Halldór Jónsson, Jóhann Áskell Gunnarsson, Kristján Sigurðsson skólastjóri, Bjarni Ómar Haraldsson aðstoðarskólastjóri, Kristinn Schram fulltrúi foreldra, Gunnar Melsted fulltrúi kennara sem ritar fundargerð.

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi;

 

  1. Skipulag skólaársins.
  2. Önnur mál

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 

  1. Skipulag skólaársins.

 

Kristján kynnir skóladagatal ársins 2010-2011. Það vantar tíma inn á fyrir skólabúðir sem líklega verða í febrúar, sem verður sett inn þegar svar kemur.  2 dagar verða teknir í vetrarfrí.  Þá verður hægt að ná tilskyldu tímamagni og byrja í enda ágústs og enda á svipuðum tíma og undanfarin ár eða í byrjun júní.  Eftir umræður um skóladagatalið var það samþykkt samhljóða.

 

Kristján kynnir bekkjarskiptingu og tímamagn eins og það er áætlað og bendir á að 8. Og 9. Bekkur (tilvonandi) verða meira í samkennslu.  Nemendafjöldi næsta árs er áætlaður 81 nemandi.  Í skólaráði kom upp hugmynd um skiptingu að taka 5 ára með inn í skólann og að þeir yrðu að einhverju leiti með 6 ára nemendum. Kynntar voru aðrar hugmyndir varðandi skiptingu tilvonandi annars bekkjar sem komið hafa upp.  En ef þeir tveir nemendur sem fyrirséð er að hefji skólagöngu í haust, koma eingöngu inn þá verður tímamagnið eins og sótt er um. 

 

Skólanefnd samþykkir umsótt tímamagn með fyrirvara. 

Vegna hugmyndar og umræðu um að taka 5 ára nemendur inn í skólann vill Skólanefnd bóka eftirfarandi: Að leikskólanefnd hittist og taki afstöðu til hugmyndarinnar. Sé vilji leikskólanefndar og sveitarstjórnar til þess að hugmyndin verði skoðuð nánar, verði  það hlutverk sveitarstjórnar að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir kosti og galla þessara hugmynda.  Lagt er til að Bjarni Ómar og Vala Friðriksdóttir verði skipuð í þessa nefnd frá grunnskólanum ásamt fulltrúa frá leikskólanum og leikskólanefnd, skólanefnd og/eða öðrum hagsmunaðilum. 

 

  1. Önnur mál. 

Tónskólinn - Barbara farin í barneignarfrí.  Stefán og Viðar skipta með sér þeim nemendum sem hún kennir.  Hún hefur sinnt stundakennslu í grunnskólanum, Victor Örn mun leysa það af.  Kennsla í tónskólanum mun í vor verða með óhefðbundnu sniði ásamt áheyrnaprófum nemenda, vegna barneignaleyfis Viðars.

Varðandi kennslu  Viðars  og Barböru í haust er möguleiki á að fá afleysingarkennara í tónlistarkennslu.

 

Eins er líklegt að búið sé að festa íþróttakennara fyrir næsta haust.

 

Kristján nefnir að lokum að það þurfi að fara að huga að framhaldsdeild fyrir ungmenni á svæðinu.  Það væri möguleiki að fara í samstarf við Reykhóla og Dalina og yfir á Drangsnes.  Hentugt væri til dæmis að hafa þessa deild starfsrækta í Tjarnalundi eða Vogalandi sem væri miðsvæðis.  Mælist nefndin til þess að sveitarstjórn skipi starfsmann sem hefði það hlutverk að skipuleggja hugmyndir þessa efnis og hefja viðræður við hlutaðeigandi sveitarstjórnir.

 

Ester spurði um það hvort einhver reynsla væri komin á það að hafa samband við Kristján (2.bekk) til heimils í Ísafjarðardjúpi í gegnum tölvu á samskiptaforritinu skype. Vegna þeirra daga þegar hann er frá skóla vegna veðurs. Það er tilbúið á báðum endum, grunnskólanum og heima hjá honum en það hefur ekki komið til þess að það sé prófað. 

Kristinn nefndi einnig annað samskiptaforrit Netviewer sem er auðvelt og þægilegt til að hafa samskipti sín á milli. 

 

Kristján nefnir það að boðað verði til fundar varðandi næsta ár, þegar Victor hefur tekið ákvörðun um það hvort hann hefur störf aftur eftir ársleyfi eða ekki.  Varðandi það að hægt sé að taka ákvörðun  hvaða störf þurfi að auglýsa fyrir næsta haust.

 

Nefndir allir þeir atburðir sem nemendur héðan taka þátt í sem eru fjölmargir hvort sem er í grunn- eða tónskóla. 

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundagerð lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:40.

 

 

Ester Sigfúsdóttir (sign)                      Ingimundur Pálsson (sign)

Sverrir Guðbrandsson (sign)               Halldór Jónsson (sign)

Jóhann Áskell Gunnarsson (sign)        Kristján Sigurðsson (sign)

Bjarni Ómar Haraldsson (sign)           Gunnar Melsted (sign)

Kristinn Schram (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón