Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 14. feb. 2008
Fundur í skólanefnd haldinn í Grunnskólanum kl 17:00, 14. febrúar 2008. Mættir Ester Sigfúrdóttir formaður, Steina Þorsteinsdóttir, Sigurrós Þórðardóttir varamaður, Ingimundur Pálsson og Jóhann Áskell Gunnarsson fyrir hönd Skólanefndar, Victor Örn Victorsson skólastjóri og Kristján Sigurðsson aðstoðarskólastjóri, Gunnar Melsteð (f.h. kennara) og Stefanía Sigurgeirdóttir (f.h. Tónskólans).
1. Málefni Tónskóla
a) Tímamagn Tónskólans fyrir skólaárið 2008 - 2009. Sótt um 50 tíma á viku eins og undanfarin ár og talin full þörf á því. Samþykkt af Skólanefnd.
b) Tillaga frá Bjarna Ómari um að skipa nefnd vegna norrænna samspilsdaga 2009 með einum frá Skólanefnd, foreldrum og báðum tónlistarkennurum. Skólanefnd skipar Sverri Guðbrandsson (aðalmaður) og Sigurrós Þórðardóttur (varamaður).
2. Tímamagn Grunnskólans fyrir skólaárið 2008-2009.
Sótt er um 266 almennar vikustundir, 25 til sérkennslu og 6 stundir fyrir heimanám og skólaskjól, alls 297. Áætlaður fjöldi nemenda 71, eru 75, sótt er um 6 stundum færra en núverandi skólaár. Þrátt fyrir fækkun á nemendum telur skólanefnd þörf á þessum tímum t.d vegna mikillar lesblindu og annara námsörðugleika. Þjónusta heimanáms og skólaskjóls haldist óbreytt.
3. Önnur mál.
1) Breytt dagsetning á Árshátíð frá 8. mars til 12. mars og verður hún aðeins minni í sniðinu vegna æfinga eldri bekkja á Dýrunum í Hálsaskógi.
2) Íþróttahátíð rædd og hugsað um breytingar þar.
3) Samræmd próf í 4 og 7. bekk rædd. 4. bekkur var fyrir ofan meðaltal í stærðfræði og neðan meðaltal í íslensku, en 7. bekkur aðeins fyrir neðan meðaltal í báðum. Bæting er á milli ára.
4) Búið er að kjósa í Forvarnarnefnd: Ester Sigfúsdóttir, Guðrún Guðfinnsdóttir, Rósmundur Númason, Victor Victorsson og Hannes Leifsson. Ásþór Ragnarsson sálfræðingur og Anna Guðlaugsdóttir skólahjúkrunarfræðingur munu vera þeim innan handar.
5) Grænfána verkefnið fer hægt og rólega af stað. Búið er að skipta út mjólkurfernum fyrir "beljur", umhverfisvæn hreinsiefni tekin inn og margnota ruslapokar sem eyðast upp. Einnig eru nemendur látnir koma með hugmyndir.
6) Dýrin í Hálsaskógi er samvinnuverkefni unglingadeildar Grunnskólans, Leikfélagsins og Tónlistarskólans, undir stjórn Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur og Bjarna Ómars Haraldssonar. Ber að þakka öllum þeim sem að þessu koma.
7) Skólavöllurinn var ræddur og komið með tillögu um vinnuhóp með einum fulltrúa frá Skólanefnd, foreldraráði, nemendum, kennurum og Strandabyggð. Steina Þorsteinsdóttir skipuð fyrir Skólanefnd og skal tillögum um gerð vallarins skilað ekki seinna en 1. apríl.
Fundagerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00.