A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 18. sept. 2008

Fundur haldin í kaffistofu kennara, mættir Victor Örn Victorsson, Kristján Sigurðsson, Ester Sigfúsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir, Bjarni Ómar Haraldsson, Ingimundur Pálsson, Jóhann Áskell Gunnarsson, Ásdís Leifsdóttir, Sigurrós Þórðardóttir, Sigríður Jónsdóttir og Steina Þorsteinsdóttir.

Fundur settur af formanni kl 17:00.
 
1. mál
Kennslufyrirkomulag komandi skólaárs.
Hildur fer í barneignafrí í október og Ása tekur við hennar stöðu ásamt Barböru. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir sér um alla sérkennslu og hefur fengið sérstofu undir hana.
 
2. mál
Úttekt á sjálfsmatsaðferðum Grunnskólans.
Victor lagði fram til kynningar og skýrsla hefur verið send en úttekt verður á sjálfsmatsaðferðunum 22. október.


3. mál
Málefni Tónskólans
Starfið fer vel af stað. 62 nemendur eru skráðir í skólann, 86% af börnum 6-16 ára í Strandabyggð. Barbara verður með kennslu á þverflautu og klarinett. Bæta á við kennslu í tónfræði, 5. bekkur kemur inn í hana, foreldraviðtöl verða nú í samstarfi við foreldraviðtöl Grunnskólans. Námskrá verður sett upp fyrir Tónlistarskólann og einnig er óskað eftir að Skólanefnd í samráði við starfsmenn Tónlistarskólans móti stefnu skólans.

Norrænir samspilsdagar verða haldnir hér næsta vor. Nefndin verður kölluð saman af Bjarna en eftir á að skipa 1 frá sveitastjórn og 1 frá fulltrúum foreldra, búið var að skipa Sverri Guðbrandsson fyrir hönd Skólanefndar. Aðstaða Tónskólans fer batnandi, flutt verður af bókasafninu í matsalinn. Hefja á söfnun í haust fyrir flygli og er áætlað verð 500-700 þúsund.


4. mál
Önnur mál
a) Erindisbréf var lagt fram til kynningar á síðasta fundi og það samþykkt og lagt fyrir sveitastjórn til samþykktar.

b) Skólalóð.  Ánægju lýst yfir með framkvæmdir við skólalóð og mælt með að leikvöllurinn verði tekinn fyrir á næsta sumri, einnig að teikning verði lögð fram til samþykktar hjá Byggingar og skipulagsnefnd.

c) Danmerkurferð 9.-10. bekkjar. Allir ánægðir með ferðina og allir nemendur voru til fyrirmyndar í ferðinni.


Fundagerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið 19:02.


Victor Örn Victorsson  (sign)
Kristján Sigurðsson (sign)
 Ester Sigfúsdóttir  (sign)
Ingibjörg Emilsdóttir (sign)
 Bjarni Ómar Haraldsson (sign)
 Ingimundur Pálsson (sign)
 Jóhann Áskell Gunnarsson (sign)
 Ásdís Leifsdóttir (sign)
 Sigurrós Þórðardóttir (sign)
 Sigríður Jónsdóttir  (sign)
 Steina Þorsteinsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón