Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 24. júní 2009
Fundur haldinn í skólanefnd 24. júní 2009 á í Grunnskólanum á Hólmavík. Mættir eru: Ester Sigfúsdóttir formaður skólanefndar, Kristján Sigurðsson skólastjóri, Jóhanna Ragnarsdóttir varamaður í skólanefnd, Jóhann Á. Gunnarsson og Steinunn Þorsteinsdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.
Fundur settur kl. 17:00.
1.mál.
Starfsmannaráðningar. Ein umsókn barst um stöðu aðstoðarskólastjóra, Bjarni Ó. Haraldsson sækir um stöðuna. Skólanefnd mælir með að Bjarni verði ráðinn. Þá barst ein umsókn um stöðu stuðningsfulltrúa en tekin er sú ákvörðun að auglýsa aftur eftir starfsmanni með uppeldismenntun og/eða reynslu af börnum með sérþarfir. Þá þarf einnig að auglýsa eftir tónlistarkennara í stað Bjarna, verði hann ráðinn sem aðstoðarskólastjóri, og einnig auglýsa aftur eftir íþróttakennara.
2.mál.
Önnur mál. Engin önnur mál.
Fundagerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17:40.
Ester Sigfúsdóttir (sign)
Jóhann Á. Gunnarsson (sign)
Jóhanna Ragnarsdóttir (sign)
Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)
Kristján Sigurðsson (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)