A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 1. des. 2009

 

Ár 2009 þriðjudaginn 1. desember var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Jón Stefánsson.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

Oddviti kynnti dagskrá fundarins í  1 tölulið, sem var eftirfarandi:

 

  • 1. Aðalskipulag Strandabyggðar.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Aðalskipulag Strandabyggðar. Lögð voru fram kort og uppdrættir vegna gerð aðalskipulags og farið yfir þau. Komið var með ábendingu um að skilgreina þurfi vatnsverndarsvæðið betur þar sem holurnar í Kálfanesi eru ekki skilgreindar á verndarsvæði. Einnig þarf að laga Kópnesbrautina samkvæmt tillögu og teikningu sem búið er að samþykkja og veglínan hönnuð eftir. Þá voru miklar umræður um skilgreiningu svæða, þ.e. hafnsækna starfsemi og athafnasvæði, og þarf að fá nánari útskýringar á hver sé munurinn. Þá þarf að athuga hvernig farið er með vegslóða s.s. smala- og línuvegi hvort ekki þurfi að teikna þá inn á skipulag. Að lokum var rætt um hvort skilgreina skuli frístundabyggð í landi Víðidalsár og nokkrar ábendingar um að bústaði vanti inn á teikningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:50.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón