Sveitarstjórn - 28. apríl 2009
Ár 2009 þriðjudaginn 28. apríl var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn: Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhann Áskell Gunnarsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
Oddviti bar upp afbrigði við boðaða dagskrá um að 9. liðurinn verði fundargerðir atvinnumálanefndar í stað fundargerð skólanefndar grunn- og tónskólans á Hólmavík og var það samþykkt samhljóða. Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins í 10 töluliðum, sem var eftirfarandi:
1. Ársreikningur Strandabyggðar, fyrri umræða.
2. Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi til handa Árataki ehf.
3. Erindi frá Kolbrúnu Þorsteinsdóttur leikskólastjóra.
4. Erindi frá Victori Erni Victorssyni skólastjóra.
5. Erindi frá Kristjönu Eysteinsdóttur.
6. Beiðni frá Þórarni Magnússyni um framlag vegna Steinshúss.
7. Erindi frá undirbúningsnefnd vegna norrænna spilverksdaga sem haldnir verða á Hólmavík í maí.
8. Fundargerðir landbúnaðarnefndar Strandabyggðar frá 20. apríl og 27. apríl 2009. Landbúnaðarnefnd 20. apríl 2009. Landbúnaðarnefnd 27. apríl 2009
9. Fundargerðir atvinnumálanefndar Strandabyggðar frá 6. apríl og 15. apríl 2009. Atvinnumálanefnd 6.apríl 2009. Atvinnumálanefnd 15.apríl 2009
10. Ársskýrsla Héraðsbókasafns Strandasýslu.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Ársreikningur Strandabyggðar, fyrri umræða. Mættur var Kristján Jónasson endurskoðandi og fór hann yfir ársreikning Strandabyggðar en rekstrartekjur námu 350,2 millj. kr. samkvæmt samanteknum reikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 335,7 millj. kr. en rekstrargjöld A hlutans námu 304,7 millj. kr. fyrir afskriftir og A og B hluta 319,9 millj. kr. Niðurstaða eftir afskriftir og fjármagnsgjöld er neikvæð um 25 millj. í A hluta en 43,4 millj. kr. í A og B hluta. Hækkun var á handbæru fé er nam 487 þús. kr. Samþykkt var samhljóða að vísa reikningnum til seinni umræðu.
2. Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi til handa Árataki ehf. Borist hefur beiðni frá Sýslumanninum á Hólmavík dags. 16. Apríl 2009 um umsögn um rekstrarleyfi til handa Árataki ehf. sem ætlar að vera með gistingu í Broddanesskóla. Sveitarstjórn tekur vel í erindið og samþykkir fyrir sitt leyti leyfið.
3. Erindi frá Kolbrúnu Þorsteinsdóttur leikskólastjóra. Borist hefur erindi frá Kolbrúnu Þorsteinsdóttur dags. 1. apríl
2009 þar sem hún segir upp starfi sínu sem leikskólastjóri en óskar jafnframt eftir stöðu deildarstjóra eftir að uppsagnarfresti lýkur. Sveitarstjórn samþykkir uppsögn Kolbrúnar og þakkar henni störf á liðnum árum.
4. Erindi frá Victori Erni Victorssyni skólastjóra. Borist hefur erindi frá Victori Victorssyni dags. 6. apríl 2009 þar sem hann óskar eftir ársleyfi frá störfum skólaárið 2009-2010. Rúna Stína Ásgrímsdóttir vék af fundi. Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu. Rúna Stína Ásgrímsdóttir kom aftur á fundinn.
5. Erindi frá Kristjönu Eysteinsdóttur. Borist hefur erindi frá Kristjönu Eysteinsdóttur dags. 8. apríl 2009 þar sem hún sækir um launalaust leyfi til eins árs vegna náms. Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrirvara um að leikskólakennari gangi fyrir í starfi að leyfi loknu.
6. Beiðni frá Þórarni Magnússyni um framlag vegna Steinshúss. Borist hefur erindi frá Þórarni Magnússyni dags. 15. apríl 2009 þar sem hann leitar eftir fjárframlagi að fjárhæð 3 millj. kr. svo hægt verði að klára framkvæmdir við íbúð. Samþykkt var að taka erindið fyrir á fyrsta fundi júní mánaðar.
7. Erindi frá undirbúningsnefnd vegna norrænna samspilsdaga sem haldnir verða á Hólmavík í maí. Lagt er fram erindi frá undirbúningsnefnd vegna norrænna spilverksdaga ásamt áætluðum kostnaði við verkefnið. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði rúmir 378 þús. kr. en þátttakendur erlendis frá eru 17 talsins en um 20 frá Strandabyggð. Erindið var samþykkt samhljóða.
8. Fundargerðir landbúnaðarnefndar Strandabyggðar frá 20. apríl og 27. apríl 2009. Lagðar eru fram til samþykktar fundargerðir landbúnaðarnefndar Strandabyggðar frá 20. apríl og 27. apríl 2009. Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða.
9. Fundargerðir atvinnumálanefndar Strandabyggðar frá 6. apríl og 15. apríl 2009. Lagðar eru fram til samþykktar fundargerðir atvinnumálanefndar Strandabyggðar frá 6. apríl og 15. apríl 2009. Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða.
10. Ársskýrsla Héraðsbókasafns Strandasýslu. Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Héraðsbókasafns Strandasýslu. Sveitarstjórn þakkar góða skýrslu og skemmtilega.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:45.