A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 31. mars 2009

Ár 2009 þriðjudaginn 31. mars var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn: Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Már Ólafsson, Eysteinn Gunnarsson varamaður og Ásta Þórisdóttir varamaður. Fundarritari var Lára Jónsdóttir.

Þetta var gert:


Oddviti kynnti dagskrá fundarins í  7 töluliðum, sem var eftirfarandi:


1. Skýrsla sveitarstjóra.  
2. Erindi frá Leikskólastjóra um undanþágu á stofnun foreldraráðs við leikskólann Lækjarbrekku.
3. Minnisblöð frá samráðsfundum Sambands ísl. sveitarfélaga.
4. Kynning á styrkjum vegna þátttöku sveitarfélaga í evrópskum verkefnum.
5. Kynning á drögum að Byggðaáætlun 2010-2014.
6. Fundargerð Umhverfisnefndar Strandabyggðar 12. mars 2009.
7. Trúnaðarmál.


Þá var gengið til dagskrár.


1. Skýrsla sveitarstjóra. 
Kristín S. Einarsdóttir kom á fund sveitarstjórnar og kynnti fyrir henni hvað felst í verkefninu "Markviss ráðgjöf" sbr. erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem lagt var fyrir fund sveitarstjórnar 18. febrúar sl.      
Rædd voru málefni gamallar slökkvibifreiðar sem sveitarfélagið á og er í geymslu í bílskúr í Broddanesskóla. Skólinn hefur verið seldur og taka þarf ákvörðun um afdrif þessa bíls. Ákveðið var að leita eftir áliti slökkviliðsstjóra og íbúa fyrrum Broddaneshrepps, um hvort bíllinn sé nothæfur og hvort þörf er á að hafa hann til staðar.
Rætt var um húsvörslu fyrir félagsheimilið og umsjón með eignum sveitarfélagsins og ákveðið að vinna í þeim málum áfram. 
Borist hafa tvær umsóknir um stöðu framkvæmdastjóra fyrir Hamingjudaga. Umsækjendur voru Kristín S. Einarsdóttir og Sigrún S. Ólafsdóttir. Sveitarstjórn ákvað að ganga til viðræðna við Kristínu S. Einarsdóttur.


2. Erindi frá Leikskólastjóra um undanþágu á stofnun foreldraráðs við leikskólann Lækjarbrekku. 
Borist hefur umsókn frá Kolbrúnu Þorsteinsdóttur leikskólastjóra um undanþágu vegna stofnunar foreldraráðs við leikskólann Lækjarbrekku vegna fámennis. Samþykkt samhljóða.


3. Minnisblöð frá samráðsfundum Sambands ísl. sveitarfélaga. 

Borist hefur minnisblað frá Gunnlaugi Júlíussyni um samráðsfund með ráðherrum 5. mars 2009. Lagt fram til kynningar.


4. Kynning á styrkjum vegna þátttöku sveitarfélaga í evrópskum verkefnum. 
Lagt fram til kynningar.


5. Kynning á drögum að Byggðaáætlun 2010-2014. 
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


6. Fundargerð Umhverfisnefndar Strandabyggðar 12. mars 2009. 
Lögð fram fundargerð Umhverfisnefndar Strandabyggðar 12. mars 2009. Liður 1. Sjálfboðaliðaverkefni, borinn undir atkvæðagreiðslu og var hann samþykktur með fjórum atkvæðum gegn einu. Liður 2. Staðardagskrá 21, var samþykktur samhljóða.


7. Trúnaðarmál. 
Fært í trúnaðarbók.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón