A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 9. feb. 2010

 

Ár 2010 þriðjudaginn 9. febrúar var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Rúna Stína Ásgrímsdóttir varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hennar sátu fundinn Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson, Jón Stefánsson og Ásta Þórisdóttir varamaður.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

Oddviti leitaði afbrigða við boðaða dagskrá um hvort taka ætti inn sem 7. lið fundargerð menningarmálanefndar Strandabyggðar frá 9. desember 2009 og var það samþykkt samhljóða.  Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins í  7 töluliðum, sem var eftirfarandi:

 

  • 1. Skýrsla sveitarstjóra.
  • 2. Erindi frá Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010.
  • 3. Tilboð frá EJS um hýsingarþjónustu og kerfisleigu.
  • 4. Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga um heimild til birtingar stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.
  • 5. Erindi frá Ungmennafélagi Íslands um auglýsingu eftir umsóknum vegna unglingalandsmóts árið 2012.
  • 6. Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2010.
  • 7. Fundargerð menningarmálanefndar Strandabyggðar dags. 9. desember 2010.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Skýrsla sveitarstjóra. Sagt er frá 4 tilboðum sem borist hafa í jörðina Nauteyri, Strandabyggð. Samþykkt var að gera gagntilboð við hæsta tilboðið með 4 greiddum atkvæðum en einn vildi hafna öllum tilboðum.
  • 2. Erindi frá Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010. Már Ólafsson vék af fundi. Borist hefur erindi frá Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu dags. 31. janúar 2010 um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010 þar sem greint er frá því að 100 þorskígildistonn komi í hlut Strandabyggðar. Varaoddviti lagði til að skipting byggðakvótans verði 75% samkvæmt lönduðum afla en 25% skipt jafnt og sótt verði um undanþágu frá 4.gr. reglugerðar nr. 82 um að við úthlutun skuli ekkert fiskiskip hljóti meira en 15 þorskígildislestir og frá 6.gr. reglugerðar nr. 82 um löndun til vinnslu. Jón Stefánsson gerði breytingatillögu þess efnis að skipting verði 100% samkvæmt lönduðum afla og að útgerðum verði gert skylt að leigja til sín jafn mikinn kvóta og þeir fá í úthlutaðan byggðakvóta. Var breytingartillagan borin undir atkvæði og var hún felld með þremur greiddum atkvæðum en einn greiddi atkvæði með tillögunni. Þá var tillaga varaoddvita borin undir atkvæði og var hún samþykkt með þremur greiddum atkvæðum en einn greiddi atkvæði á móti. Már Ólafsson kom aftur inn á fundinn.
  • 3. Tilboð frá EJS um hýsingarþjónustu og kerfisleigu. Lagt er fram tilboð frá EJS um hýsingarþjónustu og kerfisleigu fyrir Strandabyggð. Samþykkt er samhljóða að vísa erindinu til næsta fundar.
  • 4. Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga um heimild til birtingar stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum. Borist hefur erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga frá 24. janúar 2010 þar sem farið er þess á leit að sveitarstjórn veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu.
  • 5. Erindi frá Ungmennafélagi Íslands um auglýsingu eftir umsóknum vegna unglingalandsmóts árið 2012. Borist hefur erindi frá Ungmennafélagi Íslands dags. 28. janúar 2010 um auglýsingu eftir umsóknum vegna unglingalandsmóts árið 2012. Lagt fram til kynningar.
  • 6. Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2010. Borist hefur beiðni dags. 25. janúar 2010 um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2010. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna beiðninni.
  • 7. Fundargerð menningarmálanefndar Strandabyggðar dags. 9. desember 2009. Lögð er fram til samþykktar fundargerð menningarmálanefndar Strandabyggðar frá 9. desember 2009. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:15.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón