Sveitarstjórn Strandabyggðar - 24. ágúst 2010
Þann 24. ágúst 2010 var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Hann var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 á Hólmavík og hófst kl. 18:15. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og stjórnaði fundi. Auk hans sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Katla Kjartansdóttir og Bryndís Sveinsdóttir sveitarstjórnarmenn. Einnig var Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri á fundinum og var hún boðin hjartanlega velkomin til starfa af sveitarstjórn. Jón Jónsson ritaði fundargerð. Á dagskrá eru eftirtalin mál:
-
1. Skýrsla oddvita.
-
2. Gjaldskrár sveitarfélagsins.
-
3. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar dags. 18. ág. 2010.
-
4. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 19. ág. 2010.
-
5. Fundargerð Umhverfis- og náttúruverndarnefndar dags. 19. ág. 2010.
-
6. Fundargerð Tómstunda- og íþróttanefndar dags. 19. ág. 2010.
-
7. Fundargerð Fræðslunefndar dags. 23. ág. 2010.
-
8. Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnefndar dags. 23. ág. 2010.
-
9. Bréf frá Árna Daníelssyni dags. 19. ág. 2010 um stiga með handriði frá Heilbrigðisstofnun á Borgabraut niður í hvamminn fyrir neðan.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Skýrsla oddvita.
Í skýrslu oddvita er fjallað um framkvæmdir í sveitarfélaginu og þar kemur m.a. fram að lokið er við uppsetningu á nýrri girðingu neðan við skólavöll. Búið er að skipta um járn á þaki Skólabrautar 18, en ekki verður farið í aðrar framkvæmdir þar alveg á næstunni. Lagað hefur verið til við Kópnesbraut og sett grjót við grasblett við bátarennu. Búið er að teikna upp grunnmynd af neðstu hæð Þróunarseturs á Höfðagötu 3 og röramyndavél kemur í næstu viku til að mynda lagnir þar og í Grunnskóla og e.t.v. víðar. Byrjað er að rífa gömlu útihúsin í Brandskjólum.
Þá kemur fram í skýrslu oddvita að boðaður hefur verið fundur forsvarsmanna Orkubús Vestfjarða og sveitarstjórnarmanna á Ströndum og í Reykhólahrepp nk. fimmtudag á Café Riis. Í framhaldi af því hafa oddvitar boðað sveitarstjórnarmenn á Ströndum til súpufundar sama dag kl. 20:00 til að ræða um samstarf sveitarfélaganna.
Unnið hefur verið að skriflegum samningum tengdum skólastarfi, varðandi Skólaskjól, mötuneyti og skólaakstur í Djúp. Samningagerð vegna mötuneytis er lokið og var samið við Café Riis ehf um skólamáltíðir í grunnskóla og leikskóla og skömmtun þeirra í Grunnskólanum.
2. Gjaldskrár sveitarfélagsins.
Lögð fram til seinni umræðu tillaga að gjaldskrá fyrir afgreiðslu og þjónustu vegna skipulags og byggingarmála og tengigjalds veitna í Strandabyggð. Samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar dags. 18. ág. 2010.
Lögð fram til samþykktar fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar dags. 18. ág. 2010, ásamt Fjallskilaseðli fyrir árið 2010. Varðandi lið 2b í fundargerðinni er samþykkt að ræða við Kaldrananeshrepp um tilhögun og skipa síðan búfjáreftirlitsnefnd hið fyrsta. Lið 2c um hækkaðan vetrarkvóta á refaveiðum og lið 2g um nýja rétt í Kollafirði er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011, en ekki tekin ákvörðun að sinni. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti og fjallskilaseðillinn staðfestur.
4. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 19. ág. 2010.
Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 19. ág. 2010 lögð fram til samþykktar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð Umhverfis- og náttúruverndarnefndar dags. 19. ág. 2010.
Fundargerð Umhverfis- og náttúruverndarnefndar dags. 19. ág. 2010 lögð fram til samþykktar. Fundargerðin samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn fagnar samþykkt Umhverfis- og náttúruverndarnefndar um að Strandabyggð beiti sér fyrir sameiginlegri umhverfisvottun Vestfjarða í heild samkvæmt staðli Earth Check eða öðrum sambærilegum staðli fyrir sjálfbær samfélög. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að leggja fram tillögu í þessa veru á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið verður á Hólmavík í september. Í tillögunni verði tilgreint að stefnt skuli að því að Vestfirðir standist töluleg viðmið Earth Check þegar á vordögum 2011 og að fullnaðarvottun verði náð vorið 2012.
6. Fundargerð Tómstunda- og íþróttanefndar dags. 19. ág. 2010.
Fundargerð Tómstunda- og íþróttanefndar dags. 19. ág. 2010 lögð fram til samþykktar. Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmynd um sérstakan íþrótta- og tómstundafulltrúa og beinir því til nefndarinnar að vinna hugmyndavinnu og tillögu um hugsanleg verkefni og verksvið slíks starfsmanns og er tilbúin að koma að slíkri vinnu ef nefndin óskar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
7. Fundargerð Fræðslunefndar dags. 23. ág. 2010.
Lögð fram til samþykktar fundargerð Fræðslunefndar dags. 23. ág. 2010. Varðandi lið 4b-c tekur sveitarstjórn fram að það viðmið hafi verið í gildi að leikskólabörn sunnan Hólmavíkur fái að nýta laus pláss í skólabílnum og þau sem lengst eigi að sækja gangi fyrir um laus pláss, nema samkomulag verði um annað milli foreldra. Varðandi lið 4b-d er tekið fram að skólaakstur byggist á þörfinni á akstri grunnskólabarna og skoðað verður í samráði við foreldra og skólayfirvöld hvort þörf sé á hádegisferðum sunnan Hólmavíkur alla daga. Varðandi lið 11e kemur fram tillaga um að skipa Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur, Ástu Þórisdóttur og Jón Jónsson í vinnuhópinn. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
8. Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnefndar dags. 23. ág. 2010.
Lögð fram til samþykktar fundargerð Atvinnumála- og hafnarnefnd dags. 23. ág. 2010. Fundargerðin samþykkt samhljóða.
9. Bréf frá Árna Daníelssyni dags. 19. ág. 2010 um stiga með handriði frá Heilbrigðisstofnun á Borgabraut niður í hvamminn fyrir neðan.
Tekið fyrir bréf frá Árna Daníelssyni dags. 19. ág. 2010. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og ákveður samhljóða að athuga með möguleika á þessari framkvæmd.
Fundargerð lesin upp og hún samþykkt samhljóða. Fundi slitið kl. 21:05.
Jón Gísli Jónsson (sign)
Bryndís Sveinsdóttir (sign)
Katla Kjartansdóttir (sign)
Ásta Þórisdóttir (sign)
Jón Jónsson (sign)