A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1180 - 12. apríl 2011

Sveitarstjórnarfundur nr. 1180 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 12. apríl 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagata 3. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson setti fundinn sem hófst kl. 17:00. Auk hans voru á fundinum Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Katla Kjartansdóttir. Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli Jónsson,  oddviti leitaði afbrigða við boðaða dagskrá og óskaði eftir að taka  tvö erindi til viðbótar inn á fundinn:

14. Fundargerð Velferðarnefndar frá 4. apríl 2011
15. Tillaga vegna byggðakvóta fiskveiðiárið 2010/2011

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

Fundarefni:

1. Skýrsla sveitarstjóra
2. Hugmyndir um flutning á hreindýrum á Vestfirði, erindi frá Sauðfjárveikivarnarnefnd Strandabyggðar og nágrennis, erindi dags. 25. mars 2011 (sjá hér)
3. Gjaldskrár og samþykktir Strandabyggðar
4. Endurnýjun samnings ríkis og sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu, erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dags. 6. apríl 2011.
5. Viðgerð á bökkum Lágadalsár við Ísafjarðardjúp, erindi frá Sigurði Sigurðarsyni, yfirdýralækni, dags. 29. mars 2011
6. Húsnæði fyrir handverksmarkað Strandakúnstar sumarið 2011, erindi frá handverkshópnum Strandakúnst, 6. apríl 2011
7. Styrkbeiðni: Bridsfélag Hólmavíkur, erindi dags. 28.2.2011
8. Fundargerð Héraðsnefndar Strandasýslu, dags. 6. apríl 2011
9. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 4. apríl 2011
10. Fundargerð Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 4. apríl 2011
11. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 4. apríl 2011
12. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 5. apríl 2011
13. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar, dags. 7. apríl 2011  

 

Þá var gengið til dagskrár:   


1. Skýrsla sveitarstjóra


Lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að ýta á samgönguyfirvöld að hluti af þeim 350 milljónum sem ríkisstjórn Íslands lagði fram til viðbótar í vegaframkvæmdir á Vestfjörðum á þessu ári, fari í framkvæmdir í sveitarfélögum á Ströndum þar sem þörfin er brýnust.

 

2. Hugmyndir um flutning á hreindýrum á Vestfirði, erindi frá Sauðfjárveikivarnarnefnd Strandabyggðar og nágrennis, erindi dags. 25. mars 2011 (sjá hér)


Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur eindregið undir erindi Sauðfjárveikivarnarnefndar Strandabyggðar og nágrennis um að koma í veg fyrir flutning á hreindýrum á Vestfirði og þakkar nefndinni fyrir vandaða vinnu og rökstuðning.

 

3. Gjaldskrár og samþykktir Strandabyggðar


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samþykkt um fráveitu, rotþrær, siturlagnir og meðhöndlun seyru í Strandabyggð, gjaldskrá fyrir fráveitugjald og rotþróargjald í Strandabyggð og gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Strandabyggð.

 

4. Endurnýjun samnings ríkis og sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu, erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dags. 6. apríl 2011

 

Jón Jónsson víkur af fundi.

 

Sveitarstjórn samþykkir samning um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu milli ríkis og sveitarfélaga 2011 - 2013.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samstarfssamning sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál.

 

Jón Jónsson kemur aftur inn á fund.

 

5. Viðgerð á bökkum Lágadalsár við Ísafjarðardjúp, erindi frá Sigurði Sigurðarsyni, fyrrverandi yfirdýralækni, dags. 29. mars 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar fyrir erindið og tekur eindregið undir nauðsyn þess að viðgerð fari fram á bökkum Lágadalsár til að koma í veg fyrir miltisbrandssmit. 

 

6. Húsnæði fyrir handverksmarkað Strandakúnstar sumarið 2011, erindi frá handverkshópnum Strandakúnst, 6. apríl 2011

 

Jón Gísli Jónsson felur Ástu Þórisdóttur stjórn fundarins. Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson víkja af fundi.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að Strandakúnst fái leigt rými á neðstu hæð Höfðagötu 3 fyrir handverksmarkað sumarið 2011. Gert er ráð fyrir sama rými og Strandakúnst var með sumarið 2010. 

 

Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson koma aftur inn á fund. Jón Gísli Jónsson tekur aftur við stjórn fundarins.

 

7. Styrkbeiðni: Bridsfélag Hólmavíkur, erindi dags. 28.2.2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að styrkja Bridsfélag Hólmavíkur um 30.000,- 

 

8. Fundargerð Héraðsnefndar Strandasýslu, dags. 6. apríl 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerðina.

 

9. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 4. apríl 2011


Lögð fram til kynningar.

 

10. Fundargerð Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 4. apríl 2011


Vegna liðar 1, þar sem gert er ráð fyrir að landnotkun á Skeiði 3 verði óbreytt frá gildandi aðalskipulagi sem iðnaðarsvæði, samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að stytta tímabil grenndarkynning fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við lög um grenndarkynningu. Sveitarstjórn samþykkir að senda grenndarkynninguna til hagsmunaaðila í aðliggjandi lóðum á Skeiði, til Orkubúsins og Strandafraktar, og íbúum í Lækjartúni 17-19-21-23-20-22-24 og Miðtúni 11-13. Varðandi lið 3, skýrir Jón Gísli Jónsson oddviti frá því að verið er að gera úrbætur á hljóðmengun við dísilrafstöð Orkubúsins á Skeiði.  Sveitarstjórn samþykkir fundargerð.

 

11. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 4. apríl 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar samstarfi við HSS. Sveitarstjórn samþykkir fundargerð.

 

12. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 5. apríl 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar býður Ingibjörgu Ölmu Benjamínsdóttur, leikskólastjóra á Lækjarbrekku velkomna til starfa. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

13. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar, dags. 7. apríl 2011


Vegna liðar 2 samþykkir sveitarstjórn að oddviti sveitarstjórnar taki þátt í mótun reglna um refa- og minkaveiðar. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

14. Fundargerð Velferðarnefndar frá 4. apríl 2011


Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

15. Tillaga vegna byggðakvóta fiskveiðiárið 2010/2011

Vegna óvissu um hvort fiskvinnsla verði starfrækt á Hólmavík fiskveiðiárið 2010/2011 samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar eftirfarandi: Óskað verður eftir við Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að felld verði niður vinnsluskylda á byggðakvóta á Hólmavík fiskveiðiárið 2010/2011 til viðbótar áður samþykktum reglum, að því gefnu að allir útgerðaraðilar sem fengu/fá úthlutaðan byggðakvóta á Hólmavík fiskveiðiárið 2010/2011 samþykki að landa honum til fiskvinnslu á Hólmavík geti hún tekið á móti afla.

 

 

Fundi slitið kl. 19:40.

 

Jón Gísli Jónsson (sign)
Jón Jónsson (sign)
Ásta Þórisdóttir (sign)
Katla Kjartansdóttir (sign)
Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón