Sveitarstjórn Strandabyggðar 1183 - 31. maí 2011
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Ársreikningur 2010 - síðari umræða
2. Afgreiðsla tillögu að deiliskipulagi fyrir urðunarsvæði í Skeljavíkurlandi
3. Tillaga Þjóðfræðistofu að verkefni í sumar: Hóllinn
4. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefndar, dags. 24. maí 2011.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Ársreikningur 2010 - síðari umræða
Kristján Jónasson, KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins Strandabyggðar fór yfir ársreikning og skýrslu um endurskoðun á ársreikningi fyrir árið 2010. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða ársreikning 2010.
2. Afgreiðsla tillögu að deiliskipulagi fyrir urðunarsvæði í Skeljavíkurlandi
Erindi vísað til lokaafgreiðslu Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar.
3. Tillaga Þjóðfræðistofu að verkefni í sumar: Hóllinn
Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar framtakinu og samþykkir að leggja til jarðefni og aðstoð starfsmanna Áhaldahúss og Vinnuskóla við verkefnið. Sveitarfélagið Strandabyggð mun ekki styrkja verkefnið með beinum fjármunum. Sveitarstjórn vísar staðsetningu til Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar.
4. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefndar, dags. 24. maí 2011.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða. Fundi slitið kl. 20:42.
Jón Gísli Jónsson (sign)
Jón Jónsson (sign)
Bryndís Sveinsdóttir (sign)
Viðar Guðmundsson (sign)
Ingibjörg Benediktsdóttir (sign)