Sveitarstjórn Strandabyggðar 1186 - 9. ágúst 2011
Fundur nr. 1186 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 9. ágúst 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundurinn hófst kl. 17:00. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson, bauð fundarmenn velkomna á þennan fyrsta sveitarstjórnarfund eftir sumarfrí og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Viðar Guðmundsson varamaður og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar stálþils á Hólmavíkurhöfn, erindi frá hafnarstjóra, dags. 3. ágúst 2011
2. Niðurstaða útboðs, val á verktaka vegna endurbyggingar stálþils á Hólmavíkurhöfn, erindi frá Siglingastofnun dags. 3. ágúst 2011
3. Framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Strandavegar, Djúpvegur- Geirmundarstaðir, erindi frá Vegagerðinni dags. 28. júlí 2011
4. Umhverfisvottaðir Vestfirðir, erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dags. 12. júlí 2011
5. Úthlutun á leiguhúsnæði að Austurtúni 8, 510 Hólmavík
6. Skelin - umsókn um styrk, erindi frá Þjóðfræðistofu dags. 5. ágúst 2011
7. Beiðni um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis grunnskólanema
8. Beiðni um tímabundna lausn frá sveitarstjórn Strandabyggðar
9. Boðun á aðalfund Menningarráðs Vestfjarða, erindi dags. 2. ágúst 2011
10. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 6. júní 2011
11. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 11. júlí 2011
12. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 27. júní 2011
13. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 7. júlí 2011
14. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 4. ágúst 2011
15. Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnefndar, 5. ágúst 2011
Þá var gengið til dagskrár:
1. Framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar stálþils á Hólmavíkurhöfn, erindi frá hafnarstjóra, dags. 3. ágúst 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir framkvæmdaleyfi samhljóða.
2. Niðurstaða útboðs, val á verktaka vegna endurbyggingar stálþils á Hólmavíkurhöfn, erindi frá Siglingastofnun dags. 3. ágúst 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gengið verði til samninga við fyrirtækið Ísar ehf.
3. Framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Strandavegar, Djúpvegur- Geirmundarstaðir, erindi frá Vegagerðinni dags. 28. júlí 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir framkvæmdaleyfi samhljóða.
4. Umhverfisvottaðir Vestfirðir, erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dags. 12. júlí 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar erindinu og er mjög áfram um að vinnu við umhverfisvottun Vestfjarða verði hraðað. Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
5. Úthlutun á leiguhúsnæði að Austurtúni 8, 510 Hólmavík
4 umsóknir bárust um Austurtún 8, 510 Hólmavík. Austurtúni 8 var úthlutað til eins umsækjanda með fjórum atkvæðum, einn sveitarstjórnarfulltrúi sat hjá. Öllum umsóknum verður svarað skriflega.
6. Skelin - umsókn um styrk, erindi frá Þjóðfræðistofu dags. 5. ágúst 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að styrkja Skelina um kr. 150.000 vegna starfsemi Skeljarinnar veturinn 2011-2012.
7. Beiðni um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis grunnskólanema
Ásta Þórisdóttir og Bryndís Sveinsdóttir víkja af fundi.
4 umsóknir voru teknar fyrir um skólavist grunnskólanema í sveitarfélagi utan Strandabyggðar og 1 umsókn um leikskólavist í sveitarfélagi utan Strandabyggðar. Allar umsóknirnar eru samþykktar samhljóða og að greitt verði samkvæmt viðmiðunarreglum sveitarfélaga.
Bryndís Sveinsdóttir kemur inn á fund.
8. Beiðni um tímabundna lausn frá sveitarstjórn Strandabyggðar.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir tímabundna lausn Ástu Þórisdóttur frá sveitarstjórn Strandabyggðar.
Ásta Þórisdóttir kemur inn á fund.
9. Boðun á aðalfund Menningarráðs Vestfjarða, erindi dags. 2. ágúst 2011
Sveitarstjóra Strandabyggðar, Ingibjörgu Valgeirsdóttir, er falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins Strandabyggðar á aðalfundi Menningarráðs Vestfjarða 2. september 2011.
10. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 6. júní 2011
Fundargerð samþykkt samhljóða.
11. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 11. júlí 2011
Fundargerð samþykkt samhljóða.
12. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 27. júní 2011
Fundargerð samþykkt samhljóða.
13. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 7. júlí 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar framkvæmdastjóra Hamingjudaga, Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd og íbúum öllum til hamingju með vel heppnaða Hamingjudaga 2011. Fundargerð samþykkt samhljóða.
14. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 4. ágúst 2011
Varðandi lið nr. 5 er átt er við útihús við Fremri Bakka í Strandabyggð. Varðandi lið 8c samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að afmarka innakstur á Skjaldbökuslóð við Hafnarbraut og að biðskylda sé af Skjaldbökuslóð. Varðandi lið 8d þá er hann tekinn til nánari skoðunar. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóð.
15. Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnefndar, 5. ágúst 2011
Fundargerð samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 19:00.
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson