A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1191 - 15. desember 2011

Fimmtudaginn 15. desember 2011 var fundur nr. 1191 haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundurinn hófst kl. 16:00. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson setti fundinn sem einnig sátu Jón Jónsson varaoddviti, Bryndís Sveinsdóttir, Katla Kjartansdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

1. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar 2012, síðari umræða

2. Gjaldskrárbreytingar

3. Styrktarsamningar sveitarfélagsins Strandabyggðar

4. Styrkbeiðni vegna flugeldasýningar, erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu, dags. 12. desember 2011

5. Beiðni um samning um rekstrarstyrk til þriggja ára, erindi frá Sauðfjársetrinu á Ströndum dags. 7. desember 2011

6. Sorpsamlag Strandasýslu, fjárhagsáætlun 2012

7. Byggðasafnið á Reykjum, rekstraráætlun 2012

8. Beiðni um hækkun framlaga til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á árinu 2012, erindi dags. 3. nóvember 2011

9. Niðurskurður hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, minnispunktar frá fundi með framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, dags. 9. desember 2011

10. Breytingar á stoðkerfi atvinnu og byggða, aukaþing Fjórðungsþings Vestfirðinga, minnisblað 28. nóvember 2011

11. Umsögn um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dags. 13. desember 2011

12. Steinshús - skýrsla, móttekin 21. nóvember 2011

13. Endurreisn Ólafsdals - fyrsti Bændaskóli á Íslandi, erindi móttekið 8. desember 2011

14. Fundargerð heilbrigðisnefndar, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða dags. 2. desember 2011

15. Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra, erindi dags. 30. nóvember 2011

16. 47. sambandsþing Ungmennafélags Íslands, erindi dags. 29. nóvember 2011

17. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 30. nóvember 2011

 

 

Þá var gengið til dagskrár:


1.  Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar 2012, síðari umræða

Sveitarstjórn samþykkir óbreytta útsvarsprósentu. Útsvarsprósenta ársins 2012 verði 14,48%.

 

Rekstrarniðurstaða A-hluta sjóðs sveitarfélagsins er áætluð kr. 2.753.000

 

Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A- og B-hluta sjóðum sveitarfélagsins eru kr. 2.014.000.

 

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar 2012 er samþykkt samhljóða.

 

2.  Gjaldskrárbreytingar

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að jafnaði 5 - 10% hækkun á öllum gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir utan fasteignagjöld, sorphirðugjöld og gjöld í Tónskóla Hólmavíkur.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óbreytta fasteignaálagningu.

Fasteignaálagning A-gjald í Strandabyggð verður 0,5% af fasteignamati. Fasteignaskattur B-gjald verður 1,32% af fasteignamati og fasteignaskattur C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verði 0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Lóðarleiga verði 2,5% af fasteignamati lóðar.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir 20%  hækkun á sorphirðugjaldi.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir 15% hækkun á skólagjöldum í Tónskóla Hólmavíkur. Afsláttarprósenta vegna systkina verður óbreytt.

 

Þá samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar 10% hækkun á vistunargjaldi í leikskóla en öll önnur skólatengd gjöld hækka um 5%.

 

Breytingar á gjaldskrám taka gildi 1. janúar 2012.

 

3. Styrktarsamningar sveitarfélagsins Strandabyggðar

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fela tómstundafulltrúa að ganga frá styrktarsamningum í samræmi við þau drög sem lögð voru fyrir sveitarstjórn.

 

4. Styrkbeiðni vegna flugeldasýningar, erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu, dags. 12. desember 2011

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja flugeldasýningu um kr. 30.000.

 

5. Beiðni um samning um rekstrarstyrk til þriggja ára, erindi frá Sauðfjársetri á Ströndum dags. 7. desember 2011

 

Jón Jónsson og Jón Gísli Jónsson víkja af fundi. Bryndísi Sveinsdóttur er falin fundarstjórn.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að óska eftir frekari upplýsingum um rekstur Sauðfjárseturs á Ströndum: Ársskýrslum 2010 og 2011, ársreikninga síðustu 3 ára og fjárhagsáætlun 2012. Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar.

 

Jón Jónsson og Jón Gísli Jónsson koma inn á fundinn. Jón Gísli tekur aftur við fundarstjórn.

 

6. Sorpsamlag Strandasýslu, fjárhagsáætlun 2012

Kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins Strandabyggðar árið 2012 er áætluð tæpar 17 milljónir. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fjárhagsáætlun 2012.  Sveitarfélagið Strandabyggð fagnar aukinni þjónustu vegna flokkunar sorps.

 

7. Byggðasafnið á Reykjum, rekstraráætlun 2012

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar stjórn Byggðasafnsins fyrir upplýsandi gögn um rekstur og framtíðarsýn safnsins.

 

8. Beiðni um hækkun framlaga til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á árinu 2012, erindi dags. 3. nóvember 2011

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hækkun framlaga til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða með fyrirvara um samþykkt annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum.

 

 

9. Niðurskurður hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, minnispunktar frá fundi með framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, dags. 9. desember 2011

Lagt fram til kynningar. Samþykkt að fela sveitarstjóra að semja ályktun fyrir hönd Strandabyggðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af fyrirhuguðum niðurskurði.

 

10. Breytingar á stoðkerfi atvinnu og byggða, aukaþing Fjórðungsþings Vestfirðinga, minnisblað 28. nóvember 2011

Lagt fram til kynningar.

 

11. Umsögn um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dags. 13. desember 2011

Samþykkt að fela sveitarstjóra að semja ályktun fyrir hönd Strandabyggðar þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrögin. Mikilvægt er að tryggja að endurgreiðsla flutningsjöfnunarstyrks nái einnig til Strandabyggðar og Reykhólahrepps.

 

12. Steinshús - skýrsla, móttekin 21. nóvember 2011

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar fyrir upplýsandi skýrslu.

 

13. Endurreisn Ólafsdals - fyrsti Bændaskóli á Íslandi, erindi móttekið 8. desember 2011

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar endurreisn Ólafsdals en sér sér ekki fært að verða við beiðni um styrk að þessu sinni.

 

14. Fundargerð heilbrigðisnefndar, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða dags. 2. desember 2011

Lagt fram til kynningar.

  

15. Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra, erindi dags. 30. nóvember 2011

Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur undir ályktun sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar um  að veiðgjald verði einn af lögmætum tekjustofnum sveitarfélaga.

 

16. 47. sambandsþing Ungmennafélags Íslands, erindi dags. 29. nóvember 2011

Lagt fram til kynningar.

 

17. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 30. nóvember 2011

Sveitarstjórn samþykkir fundargerð.

 

Fundargerð lesin og fundi slitið kl. 18:45.

 

Jón Gísli Jónsson oddviti

Jón Jónsson varaoddviti

Bryndís Sveinsdóttir

Katla Kjartansdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón