Sveitarstjórn Strandabyggðar 1192 - 17. janúar 2012
1. Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012, erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, dags. 21. desember 2011
2. Menntaþing á Ströndum 12. Janúar 2012
3. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 11. Janúar 2012
4. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 13. Janúar 2012
1. Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012, erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, dags. 21. desember 2011
Ingibjörg Benediktsdóttir víkur af fundi.
Hólmavík er úthlutað 132 þorskígildistonnum fisveiðiárið 2011/2012. Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar þeirri aukningu sem er úthlutað til Hólmavíkur fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 og nemur 32 þorskígildistonnum.
Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingu á 4. grein reglugerðar 1182/2011:
- Helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa
- Helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2010/2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingu á 6. grein reglugerðar 1182/2011:
- Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 1182/2011 verði felld niður.
Fiskistofa annast úthlutun byggðakvótans til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.
Ingibjörg Benediktsdóttir kemur aftur inn á fund.
2. Menntaþing á Ströndum 12. janúar 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar þeirri yfirlýsingu sem menntamálaráðherra gaf á Menntaþingi á Ströndum um að farið verði í gerð könnunar á fýsileika þess að stofna framhaldsdeild á Hólmavík. Sveitarstjórn þakkar fyrirlesurum og gestum fyrir þeirra framlag á þinginu sem tókst afbragðs vel.
3. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 11. janúar 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða niðurstöðu Umhverfis- og skipulagsnefndar um lóðarmörk milli Kópnesbrautar 4 og 4B í lið 1 í fundargerð.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir niðurstöðu Umhverfis- og skipulagsnefndar í lið nr. 2 um að leggja til að fyrirhuguð 7000 tonna framleiðsla á eldisfiski í Ísafjarðardjúpi fari í umhverfismat.
Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 13. janúar 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir lið nr. 8 um tillögur frá tómstundafulltrúa vegna umsýslu hljóðkerfa í Strandabyggð og felur tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.
Í tengslum við lið nr. 6: Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til að auglýst verði eftir sjálfboðaliðum til að hafa umsjón með sjálfboðaliðahóp frá SEEDS og óskar jafnframt eftir tillögum að umhverfis- eða fegrunarverkefnum.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerð samhljóða.
Fundargerð lesin og fundi slitið kl. 17:28.
Jón Gísli Jónsson oddviti
Jón Jónsson varaoddviti
Bryndís Sveinsdóttir
Katla Kjartansdóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir