Sveitarstjórn Strandabyggðar 1193 - 14. febrúar 2012
Oddviti hóf fundinn með því að leita afbrigða og óskaði eftir að taka eftirfarandi erindi inn á dagskrá:
19. Gjaldskrá vatnsveitu fyrir vatnsgjald, notkunargjald og mælaleigu í Strandabyggð
20. Úthlutun leiguhúsnæðis að Lækjartúni 18
21. Sérreglur varðandi byggðakvóta Strandabyggðar 2011/2012, erindi frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráuneytinu, dags. 13. febrúar 2012
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar
2. Umsókn um stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík haustið 2013
3. Gjaldskrá fyrir afgreiðslu og þjónustu vegna skipulags og byggingarmála og tengigjald vatnsveitu og fráveitu í Strandabyggð
4. Vegrið í Kollafirði, erindi frá Viðari Guðmundssyni dags. 8. febrúar 2012
5. Tillaga um heilsueflingu í Strandabyggð, erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur dags. 8. febrúar 2012
6. Fjáröflun vegna útsendingarbúnaðar úr Hólmavíkurkirkju yfir í Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík, erindi frá Viðari Guðmundssyni og Ingibjörgu Valgeirsdóttur, dags. 13. febrúar 2012
7. Góðverkadagar, erindi frá Bandalagi íslenskra skáta dags. 16. janúar 2012
8. Beiðni um styrk vegna verkefnisins Bændur græða landið, erindi frá Landgræðslunni dags. 12. janúar 2012
9. Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf Saman hópsins, erindi dags. 13. janúar 2012
10. Styrktar- og samstarfssamningar í Strandabyggð
11. Samningur við Gísla Gunnlaugsson byggingarfulltrúa, dags. 1. febrúar 2012
12. Drög að samstarfssamningi um barnaverndarnefnd, erindi frá Barnaverndarnefnd Húnaþings vestra og Héraðsnefndar Strandasýslu, dags. 1. febrúar 2012
13. Endurnýjun samninga umhverfisráðuneytis og náttúrustofa, erindi frá Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 26. janúar 2012.
14. Fundargerð Heilbrigðisnefndar, erindi frá Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða dags. 3. febrúar 2012
15. Fundargerð 793. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. janúar 2012
16. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 24. janúar 2012
17. Fundargerð Fræðlunefndar, dags. 2. febrúar 2012
18. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 30. janúar 2012
Og þá var gengið til dagskrár:
1. Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar
Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar 2013-2015 er samþykkt samhljóða.
2. Umsókn um stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík haustið 2013
Sveitarstjórn Strandabyggðar átti góðan fund með Karli Kristjánssyni sérfræðing í framhaldsskóladeild hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu 6. febrúar 2012 um stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík. Í kjölfar þess fundar samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að sækja um til mennta- og menningarmálaráðuneytisins að stofnuð verði framhaldsdeild á Hólmavík haustið 2013.
3. Gjaldskrá fyrir afgreiðslu og þjónustu vegna skipulags og byggingarmála og tengigjald vatnsveitu og fráveitu í Strandabyggð
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá samhljóða.
4. Vegrið í Kollafirði, erindi frá Viðari Guðmundssyni dags. 8. febrúar 2012
Sveitarstjórn tekur undir nauðsyn þess að sett verði upp vegrið þar sem þörf er á í norðanverðum Kollafirði og samþykkir að senda erindi þess efnis til Vegagerðarinnar.
5. Tillaga um heilsueflingu í Strandabyggð, erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur dags. 8. febrúar 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar erindinu og samþykkir að farið verði í alhliða heilsueflingarátak í Strandabyggð haustið 2012 samhliða verkefninu Göngum í skólann.
6. Fjáröflun vegna útsendingarbúnaðar úr Hólmavíkurkirkju yfir í Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík, erindi frá Viðari Guðmundssyni
og Ingibjörgu Valgeirsdóttur, dags. 13. febrúar 2012
Sveitarstjórn lýsir yfir mikilli ánægju með þetta verkefni og mun sveitarfélagið Strandabyggð taka þátt í að koma því á laggirnar.
7. Góðverkadagar, erindi frá Bandalagi íslenskra skáta dags. 16. janúar 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar verkefninu og mun taka þátt með því að hvetja til virkrar þátttöku í sveitarfélaginu. Beiðni um fjárstuðning er hafnað að þessu sinni.
8. Beiðni um styrk vegna verkefnisins Bændur græða landið, erindi frá Landgræðslunni dags. 12. janúar 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 15.000.
9. Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf Saman hópsins, erindi dags. 13. janúar 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar góðu starfi Saman hópsins en mun ekki verða við beiðni um fjárstuðning að þessu sinni.
10. Styrktar- og samstarfssamningar í Strandabyggð
Undirritaðir hafa verið 3 ára styrktar- og samstarfssamningar sveitarfélagsins Strandabyggðar við Félag eldri borgara í Strandasýslu, Skíðafélag Strandamanna, Umf. Geislann og Leikfélag Hólmavíkur. Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar samningunum.
11. Samningur við Gísla Gunnlaugsson byggingarfulltrúa, dags. 1. febrúar 2012
Undirritaður hefur verið samningur við Gísla Gunnlaugsson byggingarfulltrúa um aukna þjónustu við sveitarfélagið.
12. Drög að samstarfssamningi um barnaverndarnefnd, erindi frá Barnaverndarnefnd Húnaþings vestra og Héraðsnefndar Strandasýslu, dags. 1. febrúar 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir athugasemdir við drög að samningnum og leggur m.a. til að hann gildi út árið 2014 en ekki út kjörtímabil sveitarstjórnarmanna. Sveitarstjóra Strandabyggðar er falið að koma athugasemdum á framfæri til Húnaþings Vestra.
13. Endurnýjun samninga umhverfisráðuneytis og náttúrustofa, erindi frá Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 26. janúar 2012.
Lagt fram til kynningar.
14. Fundargerð Heilbrigðisnefndar, erindi frá Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða dags. 3. febrúar 2012
Lagt fram til kynningar.
15. Fundargerð 793. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. janúar 2012
Lagt fram til kynningar.
16. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 24. janúar 2012
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð samhljóða.
17. Fundargerð Fræðlunefndar, dags. 2. febrúar 2012
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð samhljóða.
18. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 30. janúar 2012
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð samhljóða.
19. Gjaldskrá vatnsveitu fyrir vatnsgjald, notkunargjald og mælaleigu í Strandabyggð
Sveitarstjórn samþykkir að vatnsveita Strandabyggðar vinni áfram að því að koma upp vatnsmælum í fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn felur oddvita að ganga frá orðalagi í gjaldskrá. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá samhljóða.
20. Úthlutun leiguhúsnæðis að Lækjartúni 18
Alls bárust 4 umsóknir um íbúðarhúsnæði til leigu að Lækjartúni 18, 510 Hólmavík. Á vinnufundi sveitarstjórnar 7. febrúar 2012 var samþykkt að úthluta Hildi Emilsdóttur og Sigurbirni Jónssyni húsnæðinu til leigu.
21. Sérreglur varðandi byggðakvóta Strandabyggðar 2011/2012, erindi frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, dags. 13. febrúar 2012
Ingibjörg Benediktsdóttir víkur af fundi.
Í erindi frá ráðuneytinu kemur eftirfarandi fram:
Ráðuneytið getur fallist á þær tillögur sem lúta að breytingum á 4. gr. reglugerðarinnar, þ.e. að helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem sækja um og uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og að helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2010/2011.
Í bréfi ráðuneytisins frá 22. desember 2011 er sérstaklega áréttað með tilmælum, að: Hvað varðar skyldu til vinnslu á byggðakvóta í byggðarlagi, leggur ráðuneytið áherslu á að sé ekki til staðar bolfiskvinnsla í byggðarlaginu, þá verði í óskum sveitarstjórnar um undanþágu frá vinnsluskyldu miðað við að aflinn verði unninn innan viðkomandi sveitarfélags, eða í nágrannabyggðarlögum, sé ekki fyrir hendi bolfiskvinnsla í sveitarfélaginu. Með hliðsjón af framansögðu getur ráðuneytið ekki fallist á að vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar verði felld niður.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða að standa við fyrri tillögur sem lúta að breytingum á 4. gr. reglugerðarinnar, þ.e. að helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem sækja um og uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og að helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2010/2011.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir með 3 atkvæðum að breyting verði gerð á 6. gr. um að fallið verði frá skilyrði um tvöföldun löndunarskyldu þess aflamarks sem fiskiskip fá úthlutað samkvæmt 6. gr. reglugerðar. 1 sveitarstjórnarfulltrúi sat hjá.
Breytingartillaga á 6. gr. er samþykkt m.a. með þeim rökum að langt er liðið á fiskveiðiárið 2011/2012 þegar úthlutun á byggðakvóta á sér stað og vegna erfiðs ástands á leigumarkaði. Sveitarstjórn Strandabyggðar mótmælir harðlega þessari seinu afgreiðslu ráðuneytisins og áréttar nauðsyn þess að úthlutun byggðakvóta hvers fiskveiðiárs liggi fyrir í byrjun september ár hvert.
Björgvin Gestsson f.h. FineFish ehf. hefur fundað með sveitarstjórn Strandabyggðar og staðfest að hann sé að setja á stofn bolfiskvinnslu á Hólmavík. Sveitarstjórn fagnar því að fiskvinnsla sé nú að hefjast í sveitarfélaginu á ný.
Ingibjörg Benediktsdóttir kemur inn á fund.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 18:30.
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Katla Kjartansdóttir