Sveitarstjórn Strandabyggðar 1197 - 29. maí 2012
Oddviti hóf fundinn með því að leita afbrigða og óskaði eftir að taka eftirfarandi erindi inn á dagskrá:
8. Tillaga til þingsályktunar um lagningu heilsársvegar í Árneshrepp
9. Úthlutun lóðar við Brekkusel, liður 3 b úr fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 14. maí 2012 sem frestað var á fundi sveitarstjórnar 15. maí 2012
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka erindin fyrir.
Dagskrá fundarins:
1. Ársreikningur Strandabyggðar 2011, seinni umræða
2. Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar, erindi frá Saman hópnum dags. 23. mai 2012
3. Heimsókn sveitarstjórnar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 24. maí 2012, minnispunktar frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur sveitarstjóra
4. Hnyðja - reglur og gjaldskrá
5. Niðurfelling vega af vegaskrá, erindi frá Vegagerðinni dags. 16. maí 2012
6. Námsvist fyrir börn utan lögheimilis - erindi móttekið 20. apríl 2012
7. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 24. maí 2012
Og þá var gengið til dagskrár:
1. Ársreikningur Strandabyggðar 2011, seinni umræða
Ársreikningur Strandabyggðar 2011 samþykktur samhljóða.
2. Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar, erindi frá Saman hópnum dags. 23. mai 2012
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar erindinu og tekur eindregið undir áherslur hópsins á samveru foreldra/forráðamanna og barna og ungmenna.
3. Heimsókn sveitarstjórnar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 24. maí 2012, minnispunktar frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur sveitarstjóra
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar sveitarfélaginu Skagafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki kærlega fyrir góðar móttökur.
4. Hnyðja - reglur og gjaldskrá
Jón Jónsson og Katla Kjartansdóttir víkja af fundi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur og gjaldskrá í Hnyðju.
Jón Jónsson og Katla Kjartansdóttir koma inn á fund.
5. Niðurfelling vega af vegaskrá, erindi frá Vegagerðinni dags. 16. maí 2012
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Strandabyggðar mun gera athugasemdir við erindi Vegagerðarinnar varðandi niðurfellingu Hafnarbrautar á Hólmavík af vegaskrá. Erindinu vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.
6. Námsvist fyrir börn utan lögheimilis - erindi móttekið 20. apríl 2012
Bryndís Sveinsdóttir víkur af fundi.
2 umsóknir voru teknar fyrir um skólavist grunnskólanema í sveitarfélagi utan Strandabyggðar og 1 umsókn um leikskólavist í sveitarfélagi utan Strandabyggðar. Allar umsóknirnar eru samþykktar samhljóða og að greitt verði samkvæmt viðmiðunarreglum sveitarfélaga.
Bryndís Sveinsdóttir kemur aftur inn á fund.
7. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 24. maí 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða liði nr. 1. og 2.
Jón Gísli Jónsson víkur af fundi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða lið 3 a).
Jón Gísli Jónasson kemur aftur inn á fund.
Sveitarstjórn samþykkir liði nr. 3 b).
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.
8. Tillaga til þingsályktunar um lagningu heilsársvegar í Árneshrepp
Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir yfir eindregnum stuðningi við tillögu til þingsályktunar um lagningu heilsársvegar í Árneshrepp (þingskjal 1417) og hvetur þingmenn til að vinna kappsamlega að því að málið nái fram að ganga. Heilsársvegur í Árneshrepp er afar brýnt hagsmunamál fyrir íbúa á Ströndum og grundvallaratriði fyrir jákvæða byggðarþróun.
9. Úthlutun lóðar við Brekkusel, liður 2 d úr fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 14. maí 2012 sem frestað var á fundi sveitarstjórnar 15. maí 2012.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar við Brekkusel í samræmi við fyrri afgreiðslu byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar 15. september 2011.
Fundargerð lesin og fundi slitið kl. 17:45.
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Bryndís Sveinsdóttir
Katla Kjartansdóttir
Rúna Stína Ásgrímsdóttir