Sveitarstjórn Strandabyggðar 1201 - 9. októrber 2012
Jón Gísli leitað afbrigða við boðaða dagskrá og var það samþykkt sem liður 13 og varðar undirskriftalista frá nemendum við Gunnskólann á Hólmavík.
Dagskrá:
1. Minnisblað frá fundi sveitarstjórnar með Hornsteinum vegna nýsmíði þriggja íbúða húsnæðis við Miðtún 15 - 19 á Hólmavík, dagsett 24/09/2012
2. Erindi frá Svavari Kjarrval Lútherssyni, um málefni Open Street Map, dagsett 06/09/2012
3. Erindi frá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, styrkbeiðni vegna forvarnardagsins 24. október, dagsett 10/09/2012
4. Erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík, styrkbeiðni fyrir árið 2012, dagsett 14/09/2012
5. Erindi frá Veraldarvinum, varðar starf sjálfboðaliða í verðug verkefni árið 2013, dagsett 17/09/2012
6. Erindi frá sveitarstjóra, varðar tilboð í skjalastjórnun í Strandabyggð og tengd málefni, dagsett 20/09/2012
7. Erindi frá Sveini Ragnarssyni og Höllu Steinólfsdóttur, varðar sameiginlegan menningar og ferðamálafulltrúa sveitarfélaganna Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps, dagsett 20/09/2012
8. Erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur, lagður fram undirskriftalisti þar sem óskað er eftir því að íþróttahúsið á Hólmavík verði opið á laugardögum frá 11:00 - 18:00, dagsett 02/10/2012
9. Erindi frá Siglingastofnun, niðurrif á hluta af gömlum ferjubryggjum við Melgraseyri og Arngerðareyri, dagsett 17/09/2012
10. Erindi frá Halldóri Halldórssyni á Hrófbergi, varðar grenjavinnslu, dagsett 01/12/2012
11. Erindi frá Thorp ehf - Þorgeiri Pálssyni, varðar vandamál vegna lélegs hraða í tölvusamskiptum með núverandi símstöð, dagsett 04/10/2012
12. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Minnisblað frá fundi sveitarstjórnar með Hornsteinum vegna nýsmíði þriggja íbúða húsnæðis við Miðtún 15 - 19 á Hólmavík, dagsett 24/09/2012
Jón Gísli og Jón Jónsson lýsa sig vanhæfa til að fjalla um málið og víkja af fundi. Sverrir Guðbrandsson, varamaður tekur sæti á fundinum.
Sveitarstjórn staðfestir ákvörðum frá fundi 24/09/2012 um að kaupa íbúð við Miðtún 15 - 19 (minnstu íbúð/miðbil) sbr. minnisblað frá umræddum fundi.
Sverrir víkur af fundi og Jón Gísli og Jón taka sæti sín á fundi á ný.
2. Erindi frá Svavari Kjarrval Lútherssyni, um málefni Open Street Map, dagsett 06/09/2012
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að veita umbeðnar upplýsingar eftir því sem mögulegt er án tilkostnaðar.
3. Erindi frá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar, styrkbeiðni vegna forvarnardagsins 24. október, dagsett 10/09/2012
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja viðburðinn um 20.000 kr.
4. Erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík, styrkbeiðni fyrir árið 2012, dagsett 14/09/2012
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi Bjrörgunarsveitarinnar Dagrenningar og samþykkir að veita styrk að fjárhæð 350.000 fyrir árið 2012 að því gefnu að ársreikningi verði skilað. Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á því að gera styrktarsamning til þriggja ára við björgunarsveitina og óskar eftir viðræðum við félagið.
5. Erindi frá Veraldarvinum, varðar starf sjálfboðaliða í verðug verkefni árið 2013, dagsett 17/09/2012
Erindi lagt fram til kynningar.
6. Erindi frá sveitarstjóra, varðar tilboð í skjalastjórnun í Strandabyggð og tengd málefni, dagsett 20/09/2012
Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í að gera úttekt á skjalastjórnun í Strandabyggð skv. meðfylgjandi tilboði frá Skipulag & skjöl ehf.
7. Erindi frá Sveini Ragnarssyni og Höllu Steinólfsdóttur, varðar sameiginlegan menningar og ferðamálafulltrúa sveitarfélaganna Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps, dagsett 20/09/2012
Sveitarstjórn samþykkir að skoða málið og ræða við fulltrúa hinna sveitarfélaganna um viðfangsefnið.
8. Erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur, lagður fram undirskriftalisti þar sem óskað er eftir því að íþróttahúsið á Hólmavík verði opið á laugardögum frá 11:00 - 18:00, dagsett 02/10/2012
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og óskar eftir tillögu frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar um hvernig má koma til móts við þessar óskir við án aukins tilkostnaðar.
9. Erindi frá Siglingastofnun, niðurrif á hluta af gömlum ferjubryggjum við Melgraseyri og Arngerðareyri, dagsett 17/09/2012
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
10. Erindi frá Halldóri Halldórssyni á Hrófbergi, varðar grenjavinnslu, dagsett 30/09/2012
Samkvæmt reglum Strandabyggðar er einungis grenjaskyttum með samning við Strandabyggð greitt fyrir grenjavinnslu. Sveitarstjórn hafnar því ósk bréfritara að fá greitt fyrir grenjavinnslu í landi Hrófbergs og Víðivalla. Hinsvegar vill sveitarstjórn taka fram að landeigendur hafa ótvíræðan rétt, lögum samkvæmt, til að banna veiðar í sínu landi.
11. Erindi frá Thorp ehf - Þorgeiri Pálssyni, varðar vandamál vegna lélegs hraða í tölvusamskiptum með núverandi símstöð, dagsett 04/10/2012
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið þiggur boð Þorgeirs. Rætt verði við Símann um möguleika á úrbótum í nettenginum í dreifbýli og þéttbýli í Strandabyggð.
12. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og manningarnefndar
Varðandi lið 3: Skýrsla um íbúafund um tómstundir í Strandabyggð.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar varðandi íbúahandbók og síðu á vef Strandabyggðar um menningar- og félagastarfssemi í sveitarfélaginu.
Varðandi lið 4: Hamingjudagar, dagsetning 2013
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að Hamingjudagar verði haldnir dagana 28. til 30. júní árið 2013.
Fundargerð TÍM nefndar samþykkt að öðru leiti.
13. Undirskriftarlisti frá nemendum í eldri deildum Grunnskólans í Hólmavík.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og vísar því yfir til fræðslunefndar til nánari skoðunar og útfærslu.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:17
Jón Gísli Jónsson Jón Jónsson
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson
Ásta Þórisdóttir
Sverrir Guðbrandsson