Sveitarstjórn Strandabyggðar 1204 - 15. janúar 2013
Fundur nr. 1204 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 15. Janúar 2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Viðar Guðmundsson. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Dagskrá fundar var eftirfarandi:
1. Þriggja ára áætlun, fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árin 2014 - 2016, fyrri umræða.
2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, varðar skipan fulltrúa í framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar, dagsett 26/11/2012
3. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Dagrenningu, dagsett 21/12/2012
4. Styrkbeiðni frá Geislanum, dagsett 11/12/2012
5. Erindi frá Kómedíuleikhúsinu um kómískan pakkadíl, dagsett 07/01/2013
6. Framhaldsskóladeild á Hólmavík - drög að aðgerðaáætlun.
7. Skipan fulltrúa í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd.
8. Fundargerðir og ársreikningar frá Náttúrustofa Vestjarða lögð fram til kynningar
9. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 26/10/2012 og 14/12/2012
10. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar 10/01/2013
Þá var gengið til dagskrár.
1. Þriggja ára áætlun, fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árin 2014 - 2016 lögð fram til kynningar
Þriggja ára áætlun er vísað til síðari umræðu.
2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, varðar skipan fulltrúa í framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar, dagsett 26/11/2012
Ásta Þórisdóttir er skipaður fulltrúi í framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar.
3. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Dagrenningu, dagsett 21/12/2012
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Dagrenningu um 40.000 kr vegna flugeldasýningar
4. Styrkbeiðni frá Geislanum, dagsett 11/12/2012
Sveitarstjórn samþykkir að Geislinn fái afnot af skólabíl samkvæmt gildandi reglum um útleigu á skólabíl Strandabyggðar
5. Erindi frá Kómedíuleikhúsinu um kómískan pakkadíl, dagsett 07/01/2013
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og vill óska eftir frekari upplýsingum
6. Framhaldsskóladeild á Hólmavík - drög að aðgerðaáætlun
Drög að aðgerðaráætlun lögð fram til kynningar.
7. Skipan fulltrúa í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd
Jóhann Lárus Jónsson er skipaður aðalmaður í Tómstuda-, íþrótta- og menningarnefnd.
8. Fundargerðir og ársreikningar frá Náttúrustofa Vestjarða lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 26/10/2012 og 14/12/2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðisnefndar Vestfjarða fyrir árið 2013
Fundargerðir lagðar fram til kynningar
10. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar 10/01/2013
Jón Jónsson og Jón Gísli Jónsson véku af fundi við umræður um lið 2.
Ákveðið var að taka efnið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi.
Jón Jónsson og Jón Gísli Jónsson komu aftur á fund.
Varðandi lið 5 samþykkir sveitarstjórn samhljóða að skipa starfshóp um grunnhönnun leiksvæðis við grunnskólann á Hólmavík.
Fundargerð samþykkt að öðru leyti.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:30.
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson
Ásta Þórisdóttir