Sveitarstjórn Strandabyggðar 1206 - 12. mars 2013
Fundur nr. 1206 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 12. mars 2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Viðar Guðmundsson. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Dagskrá fundar var eftirfarandi:
- Erindi frá Stjórn foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku, varðar ósk um breytta eða aukna opnun á íþróttamiðstöð. Dagsett 13/02/2013
- Erindi frá Héraðssambandi Strandamanna, varðar Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri. Dagsett 26/02/2013
- Styrkumsókn frá Eyðibýli - áhugamannafélag, vegna verkefnisins Eyðibýli á Íslandi. Dagsett 15/02/2013
- Styrkumsókn frá Fræðslu og forvörnum vegna útgáfu ritsins Forvarnarbókin um ávana- og vímuefni. Dagsett 08/02/2013
- Fundargerð heilgbrigðisnefndar frá 08/02/213
- Fundargerð NAVE frá 07/02/213
- Fundargerð frá Fræðslunefnd frá 11/03/2013
Þá var gengið til dagskrár.
- 1. Erindi frá Stjórn foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku, varðar ósk um breytta eða aukna opnun á íþróttamiðstöð. Dagsett 13/02/2013
Sveitarstjórn tekur mjög jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að því með forstöðumanni íþróttamiðstöðvar að finna lausn á þessu máli.
- Erindi frá Héraðssambandi Strandamanna, varðar Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri. Dagsett 26/02/2013
Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur jákvætt í að halda Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri og styður við umsókn Héraðsambandsins.
- Styrkumsókn frá Eyðibýli - áhugamannafélag, vegna verkefnisins Eyðibýli á Íslandi. Dagsett 15/02/2013
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að styðja við verkefnið með ráðum og dáð en hafnar fjárhagsstuðningi.
- Styrkumsókn frá Fræðslu og forvörnum vegna útgáfu ritsins Forvarnarbókin um ávana- og vímuefni. Dagsett 08/02/2013
Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styðja verkefnið um 10.000 kr.
- Fundargerð heilgbrigðisnefndar frá 08/02/213
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir tillögu um 5% hækkun á gjaldskrá á svæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
- Fundargerð NAVE frá 07/02/213
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
- Fundargerð frá Fræðslunefnd frá 11/03/2013
Varðandi lið 9, afgreiðslu erindis frestað meðan frekari upplýsinga er aflað. Fundargerð samþykkt að öðru leiti.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 16:55.
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson
12. mars 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar