Sveitarstjórn Strandabyggðar 1209 - 28. maí 2013
Fundur nr. 1209 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 28. maí 2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti og Viðar Guðmundsson, Ásta Þórisdóttir og Bryndís Sveinsdóttir. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Jón Gísli leitar afbrigða við áður boðaða dagskrá að 12 mál á dagskrá verði liður 2 fundargerðar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 16. Maí 2013
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Ársreikningur 2012 - síðari umræða
- Þriggja ára áætlun Strandabyggðar 2014 - 2016, síðari umræða endurtekin
- Gjaldskrá vegna útleigu á túnum og beitarhögum í eigu Strandabyggðar
- Erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur, úrsögn úr Fræðslunefnd, dagsett 17/05/2013
- Erindi frá Steinunni Þorsteinsdóttur, úrsögn úr Fræðslunefnd, dagsett 17/05/2013
- Erindi frá Völu Friðriksdóttur, ósk um launalaust leyfi í eitt ár, dagsett 20/05/2013
- Erindi frá Torfa Leóssyni, Leggjum rækt við frið, dagsett 24/05/2016
- Ársreikningar Náttúrustofu Vestfjarða 2010 og 2011
- Fundargerð Ungmennaráðs
- Fundargerð Velferðarnefndar
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta og menningarnefndar
- 2 liður úr fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 16. maí 2013.
Þá var gengið til dagskrár.
- Ársreikningur 2012 - síðari umræða
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 9,0 millj. kr en rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 2,3 millj. kr samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2012 nam 267,0 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A hluta 365,0 millj. kr.
Ársreikninginn í heild sinni verður hægt að skoða inn á vef sveitarfélagsins www.strandabyggð.is - Sveitarstjórn staðfestir Ársreikning Strandabyggðar fyrir árið 2012
Þriggja ára áætlun Strandabyggðar 2014 - 2016, síðari umræða endurtekin
Sveitarstjórn samþykkir þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2014 - 2016. - Gjaldskrá vegna útleigu á túnum og beitarhögum í eigu Strandabyggðar
Sveitarstjórn samþykkir að leigugjald á túnum í eigu Strandabyggðar sé 8000 kr. á hektara. Leigugjald fyrir beitarlönd í eigu Strandabyggðar er 4000 kr. á hektara. - Erindi frá Ingibjörgu Benediktsdóttur, úrsögn úr Fræðslunefnd, dagsett 17/05/2013
Sveitarstjórn þakkar Ingibjörgu fyrir vel unnin störf í þágu Fræðslunefndar. - Erindi frá Steinunni Þorsteinsdóttur, úrsögn úr Fræðslunefnd, dagsett 17/05/2013
Sveitarstjórn þakkar Steinunni fyrir vel unnin störf í þágu Fræðslunefndar.
Sveitarstjórn leggur til að Ester Sigfúsdóttir og Sigurður Árni Vilhjálmsson taki sæti Ingibjargar og Steinunnar sem aðalmenn í Fræðslunefnd. Einnig er lagt til að Hrefna Guðmundsdóttir og Snorri Jónsson taki sæti sem varamenn í Fræðslunefnd. - Erindi frá Völu Friðriksdóttur, ósk um launalaust leyfi í eitt ár, dagsett 20/05/2013
Sveitarstjórn samþykkir að Vala fái launalaust leyfi í eitt ár. - Erindi frá Torfa Leóssyni, Leggjum rækt við frið, dagsett 24/05/2016
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu Leggjum rækt við frið. - Ársreikningar Náttúrustofu Vestfjarða 2010 og 2011
Ársreikningar Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árin 2010 og 2011 eru lagðir fram til kynningar. - Fundargerð Ungmennaráðs
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð Ungmennaráðs. - Fundargerð Velferðarnefndar
Sveitarstjórn samþykkir sérstaklega lið nr. 4 og samþykkir fundargerð Velferðarnefndar. - Fundargerð Tómstunda-, íþrótta og menningarnefndar
Sveitarstjórn samþykkir sérstaklega lið nr. 1 og samþykkir fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar. - 2 liður úr fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 16. maí 2013.
Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson víkja af fundi.
Sveitarstjórn samþykkir lið nr. 2 en hafnar beiðni um niðurfellingu gjalda.
Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson koma aftur á fund.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:59.
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson
28. maí 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar