A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1216 - 19. desember 2013

Sveitarstjórnarfundur 1216 í Strandabyggð

 

Fundur nr.  1216 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar fimmtudaginn 19. desember  2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Viðar Guðmundsson og Bryndís Sveinsdóttir.   Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli oddviti leitar afbrigða við dagskrá og leggur til að dagskrárliður 11 verði erindi frá Atla Má Atlasyni vegna breytinga á skráningu á sumarhúsi.  Dagskrárliður 12 verði bréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Þriggja ára áætlun Strandabyggðar 2015 – 2017, síðari umræða
  2. Ákvörðun um útsvarshlutfall ársins 2014
  3. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Dagrenningu vegna ársins 2014, dagsett12/11/2013
  4. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Dagrenningu vegna áramótabrennu, dagsett05/12/2013
  5. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða vegna nýtingaráætlunar Ísafjarðardjúps og Jökulfjarða, dagsett 26/11/2013
  6. Erindi frá Húnaþingi vestra vegna byggðasafnsins að Reykjum í Hrútafirði, dagsett 26/11/2013
  7. Erindi frá Kolbrúnu Þorsteinsdóttur sem frestað var á fundi 1214, dagsett 03/10/2013
  8. Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps
  9. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 05/12/2013
  10. Fundargerð Ungmennaráðs frá 04/12/2013

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Þriggja ára áætlun Strandabyggðar 2015 – 2017, síðari umræða

    Þriggja ára áætlun Strandabyggðar lögð fram, rædd og samþykkt samhljóða.
  2. Ákvörðun um útsvarshlutfall ársins 2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að útsvarsprósenta Strandabyggðar verði 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.
  3. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Dagrenningu vegna ársins 2014, dagsett12/11/2013

    Samkvæmt fjárhagsáætlun Strandabyggðar er styrkur til Björgunarsveitarinnar Dagrenningar 400.000 kr árið 2014.
  4. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Dagrenningu vegna áramótabrennu, dagsett  05/12/2013
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að veita Björgunarsveitinni Dagrenningu 200.000 kr. styrk vegna áramótabrennu um áramótin 2013 / 2014 og flugeldasýningar við sama tilefni.


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 til að veita styrk til Björgunarsveitarinnar Dagrenningar vegna áramótabrennu og flugeldasýningar um áramótin 2013 / 2014 að upphæð kr. 200.000 og fjármagnað af eigin fé sveitarfélagsins.

  1. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða vegna nýtingaráætlunar Ísafjarðardjúps og Jökulfjarða, dagsett 26/11/2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir lýsingu vegna vinnu að nýtingaráætlun Ísafjarðardjúps og Jökulfjarða.
  2. Erindi frá Húnaþingi vestra vegna byggðasafnsins að Reykjum í Hrútafirði, dagsett 26/11/2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir framlagðar tillögur að uppgjöri á eldri skuld til Húnaþings vestra vegna Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.
  3. Erindi frá Kolbrúnu Þorsteinsdóttur sem frestað var á fundi 1214, dagsett 03/10/2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að greiða Kolbrúnu Þorsteinsdóttur laun í námslotum frá og með vormisseri 2014 þar til hún lýkur því námi sem hún leggur nú stund á samkvæmt fyrirliggjandi gögnum/umsókn og reglum Strandabyggðar um launuð námsleyfi.
  4. Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps fyrir árið 2014

    Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps fyrir árið 2014 var lögð fram til kynningar.
  5. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 05/12/2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar  samþykkir fundargerð Tómstunda-,íþrótta- og menningarnefndar.
  6. Fundargerð Ungmennaráðs frá 04/12/2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fundargerð Ungmennaráðs. Ástu Þórisdóttur  og Esther Ösp Valdimarsdóttur er falið að vinna að framgangi verkefna sem tengjast ungmennahúsi.
  7. Erindi frá Atla Má Atlasyni vegna breytinga á skráningu á sumarhúsi.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnar erindinu þar sem húseignin uppfyllir ekki kröfur byggingareglugerðar um íbúðarhúsnæði.
  8.  Bréf um fjármál sveitarfélaga frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga


Bréf frá EFS lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að senda umbeðnar upplýsingar.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:08

 

Jón Gísli Jónsson                                                                     
Jón Jónsson

Ásta Þórisdóttir                                                                       
Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson

 

  

19. desember 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón