Sveitarstjórn Strandabyggðar 1217 - 14. janúar 2014
Fundur nr. 1217 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 14. janúar 2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Viðar Guðmundsson og Bryndís Sveinsdóttir. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Jón Gísli oddviti leitar afbrigða við dagskrá og leggur til að eftirfarandi dagskrárliðum verði bætt við dagskrána:
Liður 7 verði erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða varðandi sameiginlega stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti.
Liður 8 verði tillaga að nýjum nefndarmönnum í Áfallateymi Strandabyggðar.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Drög að nýrri samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar – fyrri umræða
- Drög að nýjum siðareglum Strandabyggðar
- Tillögur frá Jóni Jónssyni um breytingar á samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Strandabyggðar
- Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu 2014
- Fundargerðir NAVE, stjórnarfundir 85, 86 og 87
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 09/01/2014
Þá var gengið til dagskrár.
- Drög að nýrri samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar – fyrri umræða
Drög að nýrri samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar vísað til síðari umræðu. - Drög að nýjum siðareglum Strandabyggðar
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða nýjar siðareglur Strandabyggðar. - Tillögur frá Jóni Jónssyni um breytingar á samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Strandabyggðar
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða framlagðar tillögur frá Jóni Jónssyni um breytingar á samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Strandabyggðar.
Samþykktir með áorðnum breytingum verða birtar á vef Strandabyggðar, www.strandabyggd.is - Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu 2014
Rekstraráætlun Sorpsamlags Strandasýslu lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn Strandabyggðar fer fram á að rekstraráætlun fyrir komandi ár verði lögð fram í síðasta lagi í október ár hvert, að hlutdeild sveitarfélaga í rekstri Sorpsamlagsins verði endurskoðuð og samið verði við Sorpsamlagið um leigugjald fyrir sorpurðunarstaðinn í Skeljavík.
Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar eftir því að leitað verði leiða til að lækka kostnað við rekstur Sorpsamlagsins. - Fundargerðir NAVE, stjórnarfundir 85, 86 og 87
Fundargerðir 85, 86 og 87 frá NAVE lagðar fram til kynningar. - Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 09/01/2014
Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar er lögð fram og rædd. Liður 5 er samþykktur sérstaklega. Fundargerð að öðru leyti samþykkt í heild sinni. - Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða varðandi sameiginlega stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir sameiginlega stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti.
Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar því að Vestfirðir hafi fengið bronsmerki EarthCheck og sé því umhverfisvottað samfélag. - Tillaga að nýjum nefndarmönnum í Áfallateymi Strandabyggðar.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykktir framlagða tillögu frá Jóni Jónssyni um skipan nýrra nefndarmanna í Áfallateymi Strandabyggðar. Í stað Hildar Jakobínu Gísladóttur og Victors Arnar Victorssonar koma María Játvarðardóttir og Andrea K. Jónsdóttir inn sem aðalmenn í áfallateymi. Jón Gísli Jónsson kemur inn sem varamaður í áfallateymi.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:23
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson
14. janúar 2014
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar